Mouhamed fór í felur vegna þess að það var eina leiðin sem hann gat farið til þess að bjarga sjálfum sér frá þrældómi og pyndingum.
-Mouhamed flúði frá Noregi af því að Norðmenn ætluðu að senda hann til Máritaníu.
-Útlendingastofnun á Íslandi hafnaði hælisumsókn Mouhameds.
-Hann fékk tilkynningu um brottvísun til Noregs, enda þótt Norðmenn væru búnir að tilkynna Íslendingum að þeir myndu senda hann til Máritaníu.
-Mouhamed kærði úrskurðinn og fór fram á frestun réttaráhrifa. Það merkir að hann vildi fá að vera kyrr á Íslandi á meðan málið væri í áfrýjunarferli.
-Innanríkisráðherra synjaði honum um frestun réttaráhrifa, ætlaði semsagt að senda hann til Noregs, vitandi að hann yrði sendur þaðan til Máritaníu. Halda áfram að lesa