Af hverju fór Mouhamed í felur?

Mouhamed fór í felur vegna þess að það var eina leiðin sem hann gat farið til þess að bjarga sjálfum sér frá þrældómi og pyndingum.

-Mouhamed flúði frá Noregi af því að Norðmenn ætluðu að senda hann til Máritaníu.
-Útlendingastofnun á Íslandi hafnaði hælisumsókn Mouhameds.
-Hann fékk tilkynningu um brottvísun til Noregs, enda þótt Norðmenn væru búnir að tilkynna Íslendingum að þeir myndu senda hann til Máritaníu.
-Mouhamed kærði úrskurðinn og fór fram á frestun réttaráhrifa. Það merkir að hann vildi fá að vera kyrr á Íslandi á meðan málið væri í áfrýjunarferli.
-Innanríkisráðherra synjaði honum um frestun réttaráhrifa, ætlaði semsagt að senda hann til Noregs, vitandi að hann yrði sendur þaðan til Máritaníu. Halda áfram að lesa

Ráðherrann á ruslahaugunum

Fyrir réttri viku átti ég óformlegan og óskipulagðan fund með Innanríkisráðherra. Staðsetning þessa fundar okkar var táknræn; ég hitti ráðherrann af tilviljun á einni af endurvinnslustöðvum Sorpu.

Þegar ég sá ráðherrann á ruslahaugunum rifjaðist upp fyrir mér pistill sem Haukur Már Helgason skrifaði um málefni flóttamanna fyrir rúmu ári nokkrum árum. Heiti pistilsins var „Að fara út með ruslið“ en þar sem Haukur Már er því miður búinn að eyða blogginu sínu er hann ekki lengur aðgengilegur þar. Halda áfram að lesa

„Það var búið að lofa henni ráðherrastól“

Katrín Júlíusdóttir búin með barneignafríið og nú þarf að stokka upp ríkisstjórnina af því að „það var búið að lofa henni ráðherrastól“. Fyrirgefið en hver er þessi „það“ sem lofaði henni ráðherrastól og með hvaða rétti?

Nú sé ég margra halda því fram að hún eigi eins og aðrir launamenn rétt á því að halda starfinu sínu þótt hún fari í barneignafrí. Þeir hinir sömu virðast líta fram hjá tvennu: Halda áfram að lesa

Barnaverndarfúsk

Mér hefur þótt sumt af því sem fram hefur komið um mál Hjördísar Svan benda til þess að búið sé að hræra þokkalega í börnunum.

Það er óvenjulegt að 13 ára drengur kalli stjúpföður sinn „manninn“ í stað þess að nota nafn hans og hugleiðingar hans um að pabbar í Danmörku drepi oft börn, bendir til þess að umræðan á heimilinu hafi ekki verið laus við tilhneigingu til dramatiseringar. Halda áfram að lesa

Ef Norðmenn banna Ögmundi að bjarga þrælum ….

Ögmundur Jónasson má eiga það að hann svarar bréfum. Það gera ekki allir stjórnmálamenn. Í dag svaraði hann stuttu erindi frá mér um málefni strokuþrælsins frá Máritaníu. Hann er ósáttur við umræðuna um störf sín og bendir mér á að lesa grein sem hann birtir í dv í dag sem svar við ásökunum um að hann skýli sér bak við Dyflinnarákvæðið. Halda áfram að lesa

Sóðaskapurinn hjá DV

Í síðasta pistli varpaði ég fram spurningum sem vöknuðu hjá mér við umfjöllun Rásar 2 um mál Romylyn Patty Faigane frá Filippseyjum. Aðrar og ógeðfelldari spurningar vekur þessi umfjöllum DV um málið, m.a. spurningar um það hvort markmið fréttarinnar sé það að varpa gruni um skjalafals á stúlkuna eða einhvern úr fjölskyldu hennar að ósekju. Halda áfram að lesa

Sko, þú verður að sanna að þú þekkir mömmu þína

Þann 20 júlí sl. birti Rás 2 viðtal við Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, um mál filippseyskrar stúlku sem hefur barist fyrir því árum saman að fá náðarsamlegast leyfi til þess að búa hjá fjölskyldu sinni á Íslandi. (Umfjöllunin hefst þegar 9 mín og 28 sek eru liðnar af þættinum.) Þetta viðtal vekur margar spurningar og áhugavert hefði verið að sjá snöfurmannlegan blaðamann leita svara við þeim helstu. Halda áfram að lesa

Ögmundur læri af umhverfisráðherra

Hvítabirnir eru hættuleg dýr. Þeir éta fólk. Þessvegna þarf að skjóta þá hvar sem til þeirra næst. Reyndar eru þeir friðaðir og að sjálfsögðu ætlumst við til þess að bann við ísbjarnadrápum sé virt á Grænlandi og Svalbarða en það þýðir ekki að okkars megum ekki nýta þetta gullna tækifæri til að fara í byssuleik. Halda áfram að lesa