Frávik

Eva: Ég elska þig eins og Alan Shore elskar Denny Crane.
Ljúflingur: Á sama hátt eða jafn mikið?
Eva: Hvorttveggja.
Ljúflingur: Þú heldur í alvöru að lífið sé sápuópera er það ekki?
Eva: Það er það. Þótt þú sért ekkert líkur Denny Crane. Og ekki ég Alan Shore þótt ég sé háð þér.
Ljúflingur: Ég elska þig eins og nörd elskar frávik.
Eva: Þú heldur í alvöru að undantekningar sanni reglur er það ekki?
Ljúflingur: Nei. Ég held að meiri sannleikur felist í frávikinu en fjöldanum.
Eva: Þessi undarlega ást okkar er frávik. Eða allavega samband okkar.
Ljúflingur: Ég held að ást sé yfirhöfuð frávik.

Að þekkja týpurnar

Það er alls ekki auðvelt að sjá í hendi sér hvort sá/sú sem þú ert að reyna að mynda tengsl við er hamingjuþjófur. Það hjálpar þó til að hafa eftirfarandi atriði í huga:

-Taktu ekkert mark á því sem fólk segir. Skoðaðu frekar það sem það gerir. Halda áfram að lesa

Slydda

Kalt og blautt
og beint í andlitið.
Er einhver í geðillskukasti þarna uppi?
Fyrr má nú vera veðrið!
Annað en í minni sveit,
þar var alltaf sumar og sól.
(Nema stundum, en það er önnur saga.)

Nei, ég segi það satt,
þetta er ekki ásættanleg framkoma.
Það hljóta að vera borgarenglar
sem hrækja svona
í andlitið á saklausu fólki.