-Jæja, og hvernig leist þér á?
-Geðugur maður, það vantar ekki.
-En hvað?
-Ég fékk smá verk í pólitíkina af því að hlusta á hann og svo sagði hann Ásdísi að ég væri algjör dúlla.
-Kallaði hann þig dúllu! Í alvöru! Og hvar grófstu líkið? Halda áfram að lesa
Of mörg vel?
Annars er alls ekki hægt að reikna með svona mörgum velum.
Síðast þegar ég fór á stúfana hitti ég mann sem var ákaflega vel haldinn. Vel gyrtur líka. Mjög vel. Eins og Steinríkur.
Hann var ekki með neina arabafóbíu.
Vel
Orð dagsins er vel.
Kemur vel fyrir.
Vel á sig kominn.
Vel hærður.
Vel tenntur.
Vel stæður.
Vel máli farinn.
Vel að sér.
Sennilega vel gefinn og vel gerður á allan hátt. Halda áfram að lesa
Tilfinningarök
Annars er náttúrulega óþolandi að tilfinningarök skuli alltaf smita alla umræðu.
-Það má ekki virkja Gullfoss af því að hann er svo fallegur.
-Konur eiga ekki að fá lægri laun en karlar af því að það er óréttlátt.
-Það má ekki lemja litla bróður sinn “bara pínulítið og ekkert mjög fast” af því að það er ljótt að lemja.
-Það má ekki nota þroskahefta sem tilraunadýr af því að hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum.
-Við þurfum að finna fleiri leiðir til að græða af því að það er gaman að vera ríkur.
Það sér hver maður að svona rök byggja alfarið á huglægu mati misviturra manna á ómælanlegum hugtökum eins og rétt, gott, fallegt og skemmtilegt. Hvar er tölfræðin? Hvar er eðlisfræðin á bak við svona hugmyndir? Er ekki kominn tími á að sleppa þessari endalausu tilfinningasemi og taka upp almennilega lógík í staðinn?
Stefnumót í bígerð
Mér hefur borist kvörtun um að ég skrifi of mikið um umhverfismál og of lítið um karlafar.
Skýringin er líklega sú að umhverfismálin valda mér meira hugarangri en karlmannskrumlur og er það vel.
Auk þess er þetta mín vefbók og ég sjálf sem ræð hvað ég fjalla um hérna :Þ
Annars stendur til að ég hitti óséð eintak af hinu hærðara kyni í dag svo þeir sem lifa sig inn í ástir mínar og örlög geta búið sig undir hefðbundna sápuóperu.
Held ég.
Paddle right out of the mess
Einu sinni elskaði ég fávita sem kenndi mér dýrmætustu lexíu sem ég hef lært í lífinu, nefnilega þá að sá sem fer illa með þig einu sinni mun gera það aftur, og aftur, og aftur, þar til þú hættir að gefa honum tækifæri til þess. Halda áfram að lesa
Á náttúran að njóta réttinda?
Þessar pælingar spruttu af svar lesanda við þessum pistli. Honum þótti einkennilegt að eigna náttúrunni réttindi.
