Tilfinningarök

220px-Gullfoss_2006Annars er náttúrulega óþolandi að tilfinningarök skuli alltaf smita alla umræðu.

-Það má ekki virkja Gullfoss af því að hann er svo fallegur.
-Konur eiga ekki að fá lægri laun en karlar af því að það er óréttlátt.
-Það má ekki lemja litla bróður sinn “bara pínulítið og ekkert mjög fast” af því að það er ljótt að lemja.
-Það má ekki nota þroskahefta sem tilraunadýr af því að hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum.
-Við þurfum að finna fleiri leiðir til að græða af því að það er gaman að vera ríkur.

Það sér hver maður að svona rök byggja alfarið á huglægu mati misviturra manna á ómælanlegum hugtökum eins og rétt, gott, fallegt og skemmtilegt. Hvar er tölfræðin? Hvar er eðlisfræðin á bak við svona hugmyndir? Er ekki kominn tími á að sleppa þessari endalausu tilfinningasemi og taka upp almennilega lógík í staðinn?

One thought on “Tilfinningarök

Lokað er á athugasemdir.