Pottabrot

Jesúloddari opnar spítala að skipun heilags anda. Ríkið styrkir starfsemina miðað við 55 rúm þótt eingöngu sé 41 rúm á staðnum. Þannig gengur þetta þrjú ár í röð, án nokkurs eftirlits og án þess einu sinni að ríkið fái kvittun fyrir framlagi sínu. Skil ég þetta rétt?

Og ber að skilja þetta sem svo að á Norðurlandinu þyki það bara hið besta mál að frúin skjótist í Kaupfélagið á löggubílnum eða að krakkarnir fari á honum á rúntinn?

Nú er hann dauður, dauður, trarallarallarara

Saddam Hussein

Ég hef ekki snefil af samúð með Saddam Hussein, ekki heldur þótt hann hafi verið hengdur. Mín vegna má hann stikna í helvíti um eilífð. Það sem mér finnst athugavert við aftöku hans er hvorki það að hann eigi það ekki fullkomlega skilið að tapa lfítórunni né að mér finnist eitthvað óeðlilegra að menn leiki Gvuð í þessu tilviki en t.d. þegar þeir finna leið til að ráða niðurlögum sjúkdóms. Halda áfram að lesa

Blysganga F.Í.

Herragarðsdaman ætlaði úr bílnum við Klepp þegar við ókum Hauki í vinnuna í dag. Sagðist ætla í gönguferð. Eftir Sæbrautinni í roki og rigningu. Prrhfrr. Haukur hafði talað um að spítalinn væri nálægt sjónum og hún hefur líklega séð fyrir sér fagra fjöru úr íslenskri bíómynd. Ég fékk hana til að hætta við, enda var ég sjálf búin að plana gönguferð með henni og held að ég geti fullyrt að henni hafi nú þótt blysgangan mun áhugaverðari upplifun. Halda áfram að lesa

Rambl

Ég er úthvíld! Loksins! Hef sofið rúmar 70 klst frá því að ég lokaði búðinni kl 10:30 á Þoddlák. Það er hellingur. Hef ekki gert neitt sem gæti með góðu móti flokkast sem vinna síðan á jóladag, nema að elda einn grænmetisrétt, hengja upp úr tveimur þvottavélum (æxlið er ekkert að hjaðna) og fara með einn ruslapoka í Sorpu. Ég er svo hress að ég gæti hlaupið ef ég sæi ástæðu til þess. Ég ætla samt ekki að hreyfa mig fyrr en magadansnámskeiðið byrjar eftir áramót, enda hef ég ekki lagt það í vana minn að safna spiki þessa einu viku, skil ekki alveg það rugl að éta yfir sig bara af því að tíminn heitir jól. Halda áfram að lesa

Kannski frekar hvað maður gerir EKKI

Þegar Haukur var 6-7 ára sagði hann mér, all-hneykslaður að einhverjir kjánar í skólanum héldu því fram að fólk ætti það til að hafa mök þótt það kærði sig alls ekki um fleiri börn og notaði jafnvel „asnalega blöðru“ til að koma í veg fyrir getnað. Það lá við að drengurinn sykki niður úr gólfinu af skömm þegar ég sagði honum að þessir kjánar hefðu reyndar nokkuð til síns máls en hann náði fljótt áttum og sagði:
-Ég er samt feginn að þú og pabbi eruð allavega ekki svoleiðis. Halda áfram að lesa