Virðingarvert?

Jájá. Og ef einhver ríkisstjórnin heimiliar pyndingar, kynjamisminunun, þjóðernishreinsanir eða úburð ungbarna þá náttúrulega virðum við það líka. Af því að ef stjórnvöld ákveða eitthvað, sama hversu ógeðfellt það er, þá á auðvitað að virða það.

Ef mótmælendur Kárahnújukavirkjunar gera einhverntíma alvöru úr því að drekkja Valgerði, skulum við vona að fjölskylda hennar virði þá ákvörðun.

Áherslur RÚV

Ég náði aðeins brotum úr annál rúv í gær og hélt hreinlega að ég hefði misst af upprifjun á göngunni með Ómari. Var að kíkja á annálinn aftur núna. Allir stóratburðir ársins eru inni, t.d. að herra Ísland hafi verið sviptur titlinum, fegurðardrottning misstigið sig og ný sveppategund fundist. Ekki orð um fjölmennustu mótmælagöngu Íslandssögunnar eða að upphafsmaður hennar hafi verið kosinn maður ársins (vegna þessarar óumræddu göngu) af hlustendum rúv fyrr um daginn.

Áramótakveðja

Heillaóskir í upphafi nýs árs sendi ég öllum sem eiga skilið að njóta hamingju og velgengni. Megi börn ykkar blómstra, bankareikningar ávaxtast og heilbrigði, skemmtilegheit og sköpunarkraftur einkenna líf ykkar.

Skíthælar og ógeðspöddur mega mér að sársaukalausu upplifa verulega skítt ár og fólin sem réðust á frænda strákanna minna án tilefnis, í nótt og höfuðkúpubrutu hann sér til skemmtunar vona ég að eigi eitthvað verra í vændum en íslenskt réttarkerfi býður upp á.

Píslarhetjan Saddam

saddam_husseinMér er öll þessi samúð með harðstjóranum, stríðsglæpamanninum og morðingjanum Saddam Hussein, gjörsamlega óskiljanleg. Og af hverju ættu múslímar að syrgja þennan viðbjóð? Nú heyrast raddir sem vilja hefja karlinn upp til skýjanna sem einhverja hetju fyrir yfirvegaða framkomu þegar hann var leiddur að gálganum. Ég hef engan heyrt dást að yfirvegun hans þegar hann lét kúga, pína og myrða saklaust fólk. Halda áfram að lesa

Hið ljúfa líf

Búin að fylla kalkúninn, bleyta tertuna, taka rækjurnar úr frysti, koma víninu í kæli, skúra yfir íbúðina og strauja kjólinn. Er endurnærð en fór samt seint á fætur. Það er helvíti fínt að liggja í bælinu að ástæðulaustu svona 3 morgna á ári Einnig búin að skrifa dreifingarstjórum Blaðsins og Fréttablaðsins þar sem ég geri þeim grein fyrir áramótaheiti mínu um að uppræta flæði ruslpósts inn á heimili mitt (skrifleg afþökkun á póstkassanum er iðulega að engu höfð) þótt það kosti það að ég þurfi að hella heilu vörubílshlassi af rusli á tröppurnar hjá þeim.

Ég sárvorkenni fólkinu sem setti jólatréð upp 10. desember og er komið algjört ógeð á því núna. Það er góð ástæða fyrir því að ég byrja seint að jóla. Jólin standa nefnilega til 6. janúar og ég hef gert það að venju að njóta hvers einasta jóladags. Það eru varla fleiri en 50 nálar hrundar af trénu mínu enn og mér líður svooo vel hérna heima. Ætla að leggjast í dekurbað með andlitmaska og leggjast svo í bóklestur með kertaljósum púrtvíni og nougatkonfekti alveg þar til ég þarf að fara að hræra í sósunni.

Hversu fullkominn getur einn gamlársdagur orðið?