Þegar Ómar kjamsaði á kjömmunum

LustÍ umræðunni um hina alræmdu klámvæðingu og hlutgervingu kvenna, ber nokkuð á þeirri hugmynd að það sé nýnæmi að karlmenn líti á konur sem kynferðisleg þarfaþing. Í gær sá ég umræðu á netinu þar sem sú skoðun kom fram að í gamla daga hafi karlremba birst í því að líta á konur sem passivar og hjálparvana verur sem óþarfi væri að spyrja álits en í dag líti karlrembur ekki á konur sem viðkvæmar verur sem þarfnist verndar, heldur sem kynlífsleikföng.

Ég efast um að þarna hafi orðið nokkur stökkbreyting á. Lítum aðeins á þá dægurlagatexta sem fyrri kynslóðir ólust upp við. Ómar Ragnarsson söng um töffarann sem fór á sveitaball og gafst næði „til að gramsa þar og kjamsa þar á kjömmunum, jafnvel á ömmunum“. Halda áfram að lesa

Áherslur RÚV

Ég náði aðeins brotum úr annál rúv í gær og hélt hreinlega að ég hefði misst af upprifjun á göngunni með Ómari. Var að kíkja á annálinn aftur núna. Allir stóratburðir ársins eru inni, t.d. að herra Ísland hafi verið sviptur titlinum, fegurðardrottning misstigið sig og ný sveppategund fundist. Ekki orð um fjölmennustu mótmælagöngu Íslandssögunnar eða að upphafsmaður hennar hafi verið kosinn maður ársins (vegna þessarar óumræddu göngu) af hlustendum rúv fyrr um daginn.