Í Gvuðs nafni

Þetta hlýtur maður að skilja þannig að það sé mjög mikilvægur þáttur í trúnni að níðast á samkynhneigðum. Eða hvernig getur það annars hindrað fólk í því að ástunda sitt trúarrugl þótt tveir karlar deili rúmi á hóteli eða tvær konur leigi sal fyrir brúðkaupsveislu?

Af hverju beitir þetta heilaga lið sér ekki fyrir því að einstæðar mæður verði grýttar til bana? Þær eru þó allavega samfélagsbaggi.

Gegt

KjarvalDjöfull finnst mér það skítt þegar öll geðræn vandamál eru notuð sem rök gegn sjálfstæðri hugsun . Nú þekki ég ekki ástandið á Jóhannesi Kjarval síðustu mánuðina sem hann lifði svo ég ætla ekki að dæma um akkúrat þetta mál en rökin sem koma fram í þessari frétt þykja mér veik. Geðveiki er ekkert endilega sönnun þess að maður sé ekki fær um að ákveða hvað hann gerir við eigur sínar, ekki frekar en elli. Sjálfsagt getur geðveiki stundum haft þau áhrif, rétt eins og líkamleg veikindi geta í sumum tilvikum gert fólk ósjálfbjarga en geðsjúkdómar eru af ýmsum toga og það er ekki samasemmerki milli geðveiki og þess að vita ekki hvað maður er að gera.

Ef út í það er farið er enginn fullkomlega heilbrigður.

Jólin búin

Á föstudaginn var ég svo veik að ég fór ekki í vinnu og hélt mig í bælinu mestan hluta dagsins. Það gerist ekki oft. Líklega var þetta hefnd örlaganna fyrir að fara lasin á tónleika en ég sé samt ekkert eftir því. Ef ég hefði samt sem áður verið svona slöpp hefði ég nagað handabökin inn í bein fyrir að hafa ekki farið. Halda áfram að lesa

Laga þá lufsulegu?

Einhleypar konur á mínum aldri eru ýmist í ástarsorg, að bíða eftir að draumaprinsinn sýni þeim áhuga eða komnar með krónískt ógeð á kalkyninu. Það heyrir til algerra undantekninga ef einhleyp kona er ekki að glíma við einhver strákaissjú og þær undantekningar eru skápalessur, báðar. Halda áfram að lesa

Bara að gera ykkur greiða

Vinkona mín átti einu sinni tengdamóður sem var mjög góð kona. Stundum of góð. Allavega áttaði vinkona mín sig á því hvað blessaðri konunni hlaut að líða illa í góðmennsku sinni, þegar barn sem hún þekkti ekki og hafði aldrei séð, hringdi í hana og þakkaði fyrir fermingargjöfina. Vinkona mín kom af fjöllum. Þetta var frænka mannsins hennar, hann hafði ekki séð hana síðan hún ver tveggja ára og vinkona mín aldrei. Þeim var boðið í fermingarveisluna hennar úti á landi. Hvorugt þeirra taldi þennan útskriftardag ókunnugrar telpu úr Þjóðkirkjunni, nógu mikilvægan til að taka þriggja daga frí og útvega gistingu úti í hundsrassi og auk þess voru þau frekar blönk. Þau ákváðu að senda skeyti og láta þar við sitja. Halda áfram að lesa