Just why?

-Hversvegna er nauðsynlegt að allur heimurinn hafi áhuga á enskum fótbolta?

-Hvað er svona rétt, gott og mannúðlegt við að láta þroskaheft barn ná fullum líkamsþroska?
-Hvað er svona æðislegt við að Þorgrímur Þráinsson, hvers líkamlegt ástand er eins og hann sé 12 áum yngri en hann er, komist í ennþá betra form?
-Hvers vegna er ennþá óútskýrður launamunur milli karla og kvenna?
-Hversvegna kemst Landsvirkjun alltaf upp með að hefja framkvæmdir í leyfisleysi?

Frægir í form

Uhh! Ég þekki ekki nema helminginn af þessu fræga fólki, sem segir nú reyndar meira um minn áhuga á fræga fólkinu en frægð þess. Hitt finnst mér svindl að fjórir af þessum sex eru bara í fínu formi. Ekki á ég eftir að nenna að fylgjast með þessum þáttum.

Saga handa marbendli

Einu sinni var marbendill einn hláturmildur. Marbendill þessi var ákaflega höfuðstór eins og títt er um marbendla. Taldi hann sjálfur að höfuðstærð hans væri til marks um óvenjulegt innsæi og þóttist hann jafnan kunna skil á þeim kátlegu hvötum sem lágu að baki flestum mannanna gjörðum. Þótti honum fádæma fyndið þegar hann sá kokkála fagna eiginkonum sínum, bændur sparka í hunda sem hlupu gjammandi á eftir bílum þeirra og ferðamenn bölva féþúfum þegar þeir hnutu um þær af tilviljun. Halda áfram að lesa

Dömuboð

Baunin hélt dömuboð fyrir nokkrar bitrar konur en boðlegar í gær.

Drottinn minn djöfull hvað var gaman hjá okkur. Ég hef ekki hlegið svona mikið í háa herrans tíð. Reyndar kom í ljós að Anna taldi víst að litli bróðir minn (sem er jafnaldri mannsins sem er með sprungu í skelinni) væri sonur minn. Ég er búin að panta extrím meikóvertíma. Fyrir mig sko, ekki bróður minn. Halda áfram að lesa

Leikur

Bendi öllum sem styðja a.m.k. lágmarks mannréttindi á þessa síðu. Reyndar virðist sem ekki sé hægt að finna það fólk sem hefur skráð sig með því að slá inn nafn en netföng virka.

Þarna plataði ég ykkur – en þar sem er líklegra að fólk skoði færslu með fyrirsögninni „leikur“ en „mannréttindi“, skammast ég mín ekkert.

Og dilla gervidindlum

Þegar ég er á djöfull-fyrirlít-ég-konseptið-stiginu (mér er alls ekkerti illa við karlmenn sem einstaklinga, það eru bara erkitýpurnar sem ég hef óttalegt ógeð á) skoða ég gjarnan prófíla á þeirri merku stefnumótasíðu einkamal.is, bara svona til að fá staðfestingu á þeim rétttrúnaði mínum að ég sé betur komin án eintaks af þessari merkilegu dýrategund. Í dag rakst ég á einn dásamlegan. Karl sem er að leita að konum sem vilja stofna með honum dildóklúbb sem myndi hittast einu sinni í viku eða mánuði. Halda áfram að lesa