Húsasmiðurinn hringdi. MIður sín út af þessu með Gyðjuna. Ég gaf honum á sínum tíma eitthvað af munum sem ég ætlaði að losa mig við og hann hafði ruglað einhverj saman og talið að styttan tilheyrði. Ég sé enga ástæðu til að draga þessa skýringu í efa því ef tillit er tekið til þess ógnarmagns af dóti og drasli sem blessaður maðurinn hefur safnað í kringum sig, þá vær beinlínis óeðlilegt ef hann henti reiður á hverjum einasta hlut. Fær því hér með fulla fyrirgefningu.
Mig langar samt ekkert að hafa þessa styttu heima hjá mér lengur.
