Ástríður

Ástríður er gott og gilt kvennafn, sett saman úr ást og -ríður (þessi Ríður er fremur fjöllynd) með áherslu á ást. Ást-ríður. Ástríður stírða aftur á móti á mannssálina og þær þurfa ekkert endilega að tengjast ást. Þessvegna er áherslan á á-ið. Semsagt á-stríður. Mikið vildi ég að auglýsingastofur og fjölmiðlar gerðu þá kröfu til starfsmanna sinna að þeir tileinki sér þokkalegt málfar, m.a. framburðarmun á Ástríði og ástríðum.

 

One thought on “Ástríður

  1. Íslenskan er svo stór,og svo er hún endalaus uppspretta fyrir forvitnar sálir.
    Hvað með orð eins og ísmeygileg.

    Posted by: Óðinn | 25.02.2007 | 18:31:46

Lokað er á athugasemdir.