Í það heilaga

Systir mín Loftkastalinn er að fara að gifta sig í sumar. Nú hafa þau Eiki búið saman í 10-11 ár og eiga saman tvo stráka, fyrir utan hin þrjú börnin sem hann hefur gengið í föðurstað. Þau telja víst að nú sé komin nóg reynsla á sambandið til að stíga það örlagaþrungna skref að fá prest til að innsigla samninginn. Gott hjá þeim. Alltaf eitthvað rómantískt við brúðkaup. Skilst mér. Halda áfram að lesa

Lögmál

Ég hugsaði sem svo að stúlkan hlyti að hafa flúið afskaplega hörmulegt ástand eða vera í einhverri þeirri aðstöðu sem réttlætti að hún fengi forgang. Ef þetta er allur sannleikurinn, þurfa þá ekki allir meðlimir Allsherjarnefndar að segja af sér með skömm?

Ég get alveg trúað hvaða þingmanni sem er, að Jóhönnu Sigurðardóttur einni undanskilinni, til að reyna að beita áhrifum sínum í slíku máli, það er bara mannlegt. Öllu verra er ef nefndir á vegum hins opinbera, sem eiga að gæta hlutleysis, láta undan þrýstingi eða hygla einhverjum fyrir klíkuskap. Ég vona að það sé ekki raunin en hugsanlega sannast hér enn og aftur það sem mér gengur iðulega svo illa að trúa; að hlutirnir eru venjulega nákvæmlega eins og þeir líta út fyrir að vera.

 

Ég efast

Klæðskiptingar á steinöld??? Gaman þætti mér að sjá hvernig dragdrottningar steinaldar klæddu sig.

Ég verð að játa að ég skil nú ekki alveg hvernig Venus frá Willendorf færir sönnur á stóðlífi steinaldarmanna. Getur ekki alveg eins verið að hún hafi verið hugsuð sem forvörn gegn offitu?

Tjásur:

Halda áfram að lesa

Er ekki árið 2007?

heiliEins og strákurinn í unglingamiðuðu auglýsingum sparisjóðanna er skemmtilega skeleggur, þá slær það mig dálítið illa að sjá hvað staðalmyndir kynjanna virðast ennþá sterkar. Strákurinn hefur orðið, stelpan kinkar kolli til samþykkis en sýnir engin merki um frumkvæði eða sjálfstæðan karakter. Hún er meira svona til skrauts.

Merkilegt annars frjálslyndið okkar Íslendinga. Víða erlendis eru svona auglýsingar sem höfða beint til barna og unglinga bannaðar.

Víííí!

Ég er hætt að finna til depurðar eftir æfingar en er á góðri leið með að verða flatbrjósta. Það er mun skárra en að fá hjartaáfall af hreyfingarleysi en ekki nein óskastaða samt. Skilst að sé ekkert einfalt trix til að grenna lærin án þess að brjóstin hverfi. Lykillinn að fullkomnu útliti er ekki hreyfing, heldur lýtalækningar.
Halda áfram að lesa

Þú skalt ekki trúa þínum eigin augum

Fjölmiðlar beðnir að halda sig á mottunni og almenningur um að trúa þeim ekki.

Æjæ hvað það er nú sárt að almenningur skyldi trúa myndbandsupptökum af framgöngu lögreglunnar fyrir austan síðasta sumar. Uppáhaldsmyndskeiðið mitt er þegar yfirmaður í lögreglunni ræðst á ljósmyndara sjónvarpsins fyrir utan lögreglustöðina á Eglisstöðum. Fjárans ósvífnin hjá RÚV að vera að sýna það í sjónvarpi.

Ætli almenningur trúi ekki bara því sem honum finnst trúlegast.