Fólk ER fífl!

Moggabloggsumræðan sem skapaðist um þessa frétt er eitt lítið dæmi sem staðfestir þá skoðun mína að heimska mannanna sé uppspretta stórra vandamála.

Eru virkilega svona margir sem vita ekki að slysatryggingin nær ekki til réttindalausra ökumanna? Eða er kannski til sérstök hrokatrygging fyrir þá sem telja sig og sína vera undanþegna slysum og óhöppum?

Loðinn femínismi

píkaMér skilst að klofháratæting sé einkar andfeminiskur verknaður. Svona eitthvað í líkingu við að reyra fætur ómálga barna. Með því að fjarlægja kynhár séu konur að reyna að líkjast smástelpum en það ku víst verka einkar vel á karlpeninginn. Líklega er hrifning mín á skegglausum körlum á sama hátt merki um dulvitaða barnagirnd. Halda áfram að lesa

Heimskona

Ég efast um að tengdadóttir mín, hin eðalborna, hafi vanist því sem hluta af daglegum heimilisstörfum að pödduhreinsa greinar og tæta sundur hálfúldin hrafnahræ. Ég hefði búist við því að stúlka sem er alin upp í höll, segði allavega oj, en mín lætur ekki annað á sér sjá en að þetta sé allt saman fullkomlega eðlilegt.

Heimskona er sú sem er jafnhæf til að sitja veislur aðalsmanna, skipuleggja mótmælaaðgerðir og brúka þorskhaus til galdrakúnsta.

Vondir nágrannar

Einu sinni fyrir löngu kom til mín viðskiptavinur sem bað um galdur til að losna við erfiða nágranna. Það er svosem ekkert óalgengt að fólk biðji um ráð til að bæta andann milli granna, hjálp við að leysa deilur friðsamlega eða jafnvel að losna við einhvern sem reynist óviðræðuhæfur. Þetta tilvik var þó dálítið sérstakt, þar sem allir í stigagangnum voru ósambúðarhæfir og ef ekki þeir sjálfir, þá voru það vinir þeirra sem gengu um með háreysti eða lögðu bílunum sínum illa. Halda áfram að lesa

Fyrstu orðin

Það fyrsta sem Jarðfræðingurinn sagði þegar þau Byltingin komu heim eftir pílagrímsferðina var almáttugur. Var hún þar að vísa til hins Frjádagslega útlits sonar míns en hann hafði spáð því að ég myndi nota þetta orð til að lýsa því hvernig mér væri innanbrjósts. Það er reyndar alveg rétt að það var einmitt það sem ég ætlaði að fara að segja en hún varð andartaki á undan mér. Halda áfram að lesa

Rósin

Jarðfræðingurinn kom snemma heim og var að hjálpa mér að lóða fram yfir miðnætti. Töluðum heilan helling saman og yfirvofandi leiðindum lauk á hálftíma. Nú er klukkan 7:09 og hún er þegar komin upp og situr nú í jógastellingu á búðargólfinu.

Það lítur út fyrir að ég hafi eignast bestu tengdadóttur í heimi.

 

Leiðindi

Byltingin er að vinna á Sólheimum, Jarðfræðingurinn að undirbúa ráðstefnu, Pysjan í Danaveldi, Lærlingurinn á Ítalíu, Anna á Spáni, Elías – það er nú eins og það er og Ljúflingur farinn heim að fóðra tíkina.

Ég hef andskotans yfirdrifið nóg að gera en nenni engu af því.

Mér leiðist.

Ég fann síðast fyrir þessari tilfinningu í ágúst árið 2000. Þá var ég fangavörður á Litla Hrauni. Leiðindin komust á alvarlegt stig en ég læknaði sjálfa mig af þeim með því að stofna til ástarsambands við einn fanganna. Það var ekki gott mál að leiðast of lengi.