-Úff þetta hljóta að vera slöppustu mótmæli Íslandssögunnar.
-You wish! Ég hef verið viðstaddur mörg mótmæli sem voru bæði fámennari og slappari.
-Nú? hvaða mótmæli voru það?
-Mótmæli sem enginn man eftir, auðvitað.
-Og enginn vissi einu sinni af.
-Er það ekki nákvæmlega þetta sem er verið að hvetja okkur til að gera, mótmæla þannig að það trufli engan?
-Ein svona máttlaus aðgerð er alveg nóg fyrir mig, næst kem ég með litboltabyssuna mína.
-Mér líður eins og herstöðvarandstæðingi.
Að lokum safnaðist hópurinn saman við ruslagáminn og gólaði á hann. Það er jafn líklegt til árangurs.
Hún var náttúrulega ekki í haldi lögreglu, heldur í haldi fangelsismálastofnunar. Það skal enginn segja mér að þeim á Hverfisgötunni hafi verið ókunnugt um dvöl Tukthússlimsins á Skólavörðustígnum. Í minni sveit heitir þetta útúrsnúningur. Ég velti tilgangnum fyrir mér.