Kveðja frá tukhússlimnum

Tengdadóttir mín tukthússlimurinn fékk engan frest til að ákveða hvað hún vildi gera. Henni var birtur dómurinn og þurfti samstundis að ákveða hvort hún ætlaði að borga sektina eða sitja hana af sér (á launum). Ekki svo að skilja að það hafi nokkurntíma hvarflað að henni að borga hundraðkall í sekt fyrir borgaralega óhlýðni en mér fannst ótrúlegt að það væri bara talið gott og gilt að stilla einhverjum svona upp við vegg, án nokkurs réttar til áfrýjunar eða umþóttunar. Ég er nú búin að líta aðeins yfir lögin og sé ekki betur en að í þessu ríki frelsis og réttlætis sé fullkomlega löglegt að fara svona með pólitíska fanga.

Byltingin fékk leyfi til að heimsækja hana í gær og hún lætur vel af sér. Hún er á Skólavörðustígnum, ein kvenna og fær ekkert samneyti að hafa við hina fangana en hún hefur nóg lesefni og ver miklum tíma til yogaæfinga. Hún biður að heilsa öllum vinum sínum á Íslandi.