Tákn

Fyrir norðan kom dálítill Elías yfir mig. Og ég sem hef reynt það á eigin skinni að flugferðir enda jafnan með brotlendingu, sé tákn þar sem aðrir sjá tilviljun og leyfi mér ögn meiri blágrænu en efni standa til. Halda áfram að lesa

Ógnvaldur grunnildanna

Ég var fyrst núna að lesa þessa grein eftir Guðmund Andra. Finnst hún góð. Læt fljóta hér með tilvitnun í bréf frá Árna Finnssyni:

“Lögreglustjóri ríkisins vill gjarnan láta til sín taka þegar mótmælendur láta til sín taka. Sagt er að senda verði skýr skilaboð til mótmælenda þess efnis að ólögleg mótmæli verði ekki liðin. Skilaboðin eru þó ekki svo einföld. Af hálfu dómsmálaráðherra og stjórnvalda er verið að senda þau skilaboð til álfyrirtækja að þeim verði óhætt á Íslandi. Þau þurfi ekki að óttast mótæmæli af því tagi sem Miriam Rose tók þátt í.”

Hvar er homminn?

Undarleg árátta hjá mannskepnunni að þurfa einlægt að standa í einhverjum uppgjörum við fortíðina. Ég kem norður, einn dag, aðeins einn dag og atvik sem ég er löngu búin að afgreiða hellast yfir mig og vekja áleitnar spurningar. Þetta gerðist líka þegar við hittumst fyrir fimm árum. Halda áfram að lesa

Handa Kúrekanum

Útsendarar Friðriks eru byrjaðir að bora upp við Kröflu. Í leyfisleysi auðvitað, það er víst hefð fyrir því. Yfirvöld gera ekkert í málinu (það er líka hefð fyrir því) en ef ég fer á staðinn og reyni að stoppa þessa ósvinnu, verð ég dregin fyrir dómsstóla. Þannig er nú siðferðið í þessu bananalýðveldi. Ég þarf að kasta galdri. Vona að hann beri þann árangur að Friðrik fái bæði flatlús og njálg.

Halda áfram að lesa

Fang

-Rúmið er nógu stórt til að þið getið sofið þar bæði, segir Jónína. Eins og systkin, bætir hún við og ég hef á orði að mér þyki gott að láta halda utan um mig. Halda áfram að lesa

Það er til

Þegar ég var í 7. bekk, reyndi ég að kría koss út úr skólabróður mínum. Ég hafði fengið minn fyrsta koss algerlega óvænt nokkrum dögum fyrr og væri rík kona í dag ef ég gæti selt fá tilfinningu í pilluformi. Kossvaldur hafði ekki virt mig viðlits síðan og þótt ég væri svona fyrir siðsemissakir orðin ástfangin af honum (maður kyssir ekki einhvern sem maður er ekkert hrifinn af) og hefði hann grunaðan um að hafa aðeins verið að æfa sig á mér, gat ég ekki almennilega erft það við hann. Skildi það bara svo vel. Halda áfram að lesa