Fólk í Hollywoodmyndum getur grátið fallega. Líka stjórnmálamenn sem þurfa að biðjast afsökunar. Tár blikandi á hvarmi. Fallega, nánast tignarlega. Fínlegar viprur kringum munnvikin vekja þessa viðkvæmnislegu samúð með öllu sem grætur, kannski hlýju, huggunarhvöt eða verndarþrá en ekki tilfinningu um vanmátt og ráðleysi. Grátandinn fellur að öxl huggarans í tilfinningalegri uppgjöf og sefast. Halda áfram að lesa
Umhverfis- og félagshyggjublaaa
Auðvitað vil ég ekki sjá það að hafa lygalaupa og spillingarpunga í borgarstjórn. Mér er samt fyrirmunað að skilja hvað á að vera svona miklu betra við þennan nýja meirihluta? Hvað hefur þetta fólk gert síðustu 12 árin sem er svona æðislegt?
Sorrý Stína en þrátt fyrir þá sannfæringu mína að skömm og skítbuxaháttur sé með miklum blóma innan Sjálfstæðisflokksins get ég ómögulega litið fram hjá því að þeir hafa þó komið meiru til leiðar í umhverfismálum á 17 mánuðum en grænu flokkarnir gerðu á 12 árum. Mér er meinilla við að viðurkenna það en þannig er þetta nú bara.
Mikið óskaplega langar mig nú að gera byltingu.
Að vera í náttfötum
Hann tók mig í fangið og bar mig inn á yfirbyggðan skeiðvöllinn, sposkur að vanda. Ég gróf andlitið ofan í koddann hans, hlustaði á vatnið renna inni á baðherberginu og reyndi að hundsa rausið í Birtu, bak við augnlokin. Halda áfram að lesa
Koss
Birta: Þú skelfur gungan þín.
Eva: Viltu láta mig í friði í smástund. Ég er að reyna að … ég ég veit það ekki, tengja eða eitthvað svoleiðis.
Birta: Ég skal sjá um að tengja. Ég verð örugglega sneggri að því en þú.
Eva: Nei. Þú aftengir. Það er einmitt það sem þú gerir. Manstu eftir manninum sem sagði að ég væri með svarthol í sálinni? Það er það sem gerist þegar þú færð að ráða.
Halda áfram að lesa
Rugl í þrugli
Þegar spillingin keyrir um þverbak finnst mér valdarán réttlætanlegt. EN:
-Hvað var Dagur að pæla þegar hann studdi kaupréttarsamningana?
-Hvernig dettur Svandísi, þeirri skeleggu konu í hug, eftir allt sem á undan er gengið, að hlaupa upp í rúm með Bingó? Hvað segja þessar vöflur sem eru komnar á hana núna gagnvart samrunanum um heilindi hennar?
-Mun nokkur nokkuntíma að treysta Bingó framar?
-Hvernig dirfist Margrét Sverrisdóttir að setjast í stól forseta borgarstjórnar og hvað eru hin að pæla? Finnst einhverjum þetta viðeigandi?
Hvurslags eiginlega pólitík er rekin í Reykjavík og bara í þessu landi? Í alvöru talað, er ekki að verða kominn tími á alvöru byltingu?
Um biturð
Elsku stelpan. Með því að láta aðra segja þér hvað er viðeigandi að skrifa og hvað ekki, gefurðu þeim sömu vald yfir þér. Þú mátt skrifa hvað sem þér sýnist um sjálfa þig og þitt sálarlíf. Álit annarra á fullkomlega eðlilegum tilfinningum segir ekkert um þig og fullkomlega eðlilegar tilfinningar segja ekkert annað en að þú sért fullkomlega eðlileg. Hvers vegna í fjandanum er biturð svona mikið tabú? Halda áfram að lesa
Eymd dagsins
Menningarlíf mitt er í rúst. Ég hef mjög lítið farið í bíó, ekkert séð í leikhúsunum þetta haustið, og ekki farið á eina einustu tónleika á árinu, trúið þið því? Ég hef séð tvo þætti af House en annars horfi ég ekkert á sjónvarp nema Kastljósið þá sjaldan að ég er heima. Ég hef varla lifað neinu félagslífi heldur, ekki einu sinni haldið matarboð nema einu sinni síðan ég flutti inn í Mávahlíðina. Ég fór að vísu á bekkjarmót, góðu heilli, spilaði eitt skabbl við Pegasus og er að fara í morðgátuferð með Auði um næstu helgi en annars lítur út fyrir töluverða kvöldvinnu næstu vikur. Halda áfram að lesa