Á andlegu nótunum

Ég hitti reglulega fólk sem hefur mikla og góða reynslu af andalæknum. Ég hef spurt nokkra að því hvort þeir geti komið mér í samband við andalögfræðing, andapípulagningamann eða andaendurskoðanda en það er víst fremur fábreytilegt atvinnulíf í Himnaríki svo það hefur ekki gengið upp. Ég held að þetta sé voða mikið svona 1920 samfélag þarna uppi, allt menntaða liðið annaðhvort kennarar eða læknar. Og nokkrir hörpuleikarar jú. Halda áfram að lesa

Sund

Ligg með systur minni í heita pottinum.

Líklega er þetta í fyrsta sinn í 25 ár eða meira sem við förum saman í sund. Undarlegt hvað við munum eftir ólíkum hlutum úr bernskunni. Stundum engu líkara en að við höfum alist upp á sitthvoru heimilinu. Það er ekki það að við eigum ólíkar minningar um það hvernig hlutirnir voru heldur eru það áherslurnar. Ég man eftir hlutum sem hún er búin að gleyma og öfugt.

Leg

Það vantar hvorki í mig kvenlegurnar né kynlegurnar. Duglegurnar eru hinsvegar eitthvað að ryðga.

Hjálp!

Við feðgarnir erum í vandræðum. Okkur vantar sexý karlmannsnafn og það virðist bara ekki mikið um þau í íslensku. Hvaða karlmannsnöfn þykja lesendum bera vott um kynþokka og vald?

Annað: Hver er megatöffari Íslandssögunnar? Þá á ég við frá sjónarhóli kvenna.

 

Blár 2

Eva: Nei það er ekkert sérstakt að frétta, ekkert fram yfir það sem ég set í vefbókina mína.
Elías: Ok, þú skrifar helling en maður veit samt ekkert hvað er að gerast í hausnum á þér. Þú ert ekki sama manneskja á blogginu og í raunveruleikanum.
Eva: Jæja, og hvor okkar heldurðu að sé raunverulegri?
Elías: Ég veit það ekki. Ég er heldur ekkert sá sami á blogginu þínu og í raunveruleikanum og ég veit ekki hvor okkar er raunverulegri.

Elskan. Hefurðu virkilega ekki tekið eftir því að þú ert ekkert á blogginu mínu lengur? Og heldurðu í alvöru að raunveruleiki sápuóperunnar gæti þrifist annarsstaðar en þar?

Þögn

Finnst þér ennþá skrýtið að blár skuli tákna einsemd og frelsi í senn? Mér finnst það fullkomlega rökrétt.

Making a man

Við feðgarnir komum saman til skrafs og ráðagerðar í gærkvöld. Samfeðgur minn (eða er að samfeðgi? hvernig eru feðgar í eintölu?) datt niður á fyrsta pródjektið okkar af einskærri tilviljun daginn eftir að ég framdi seið einn satanískan, sem ég gerði þó að vanda ráð fyrir að kæmi fram á allt annan og mun fyrirsjáanlegri hátt. Halda áfram að lesa

Á næsta level

I feel we should take our relationship to the next level.

Eitthvað í þessa veruna heyrist stundum í amerískum sjónvarpsþáttum en ég hef aldrei áttað mig almennilega á því hvað þetta merkir. Íslendingar hafa ekki tileinkað sér stefnumótahefð í líkingu við þá sem tíðkast vestanhafs og líklega er þessi levelahugmynd eitthvað sem helst í hendur við hana. Ég er að vísu ekkert viss um að mín sambönd séu normið en ef ég tala af eigin reynslu og því sem ég sé í kringum mig, þá eru í mesta lagi þrjú skýr og skilgreind ‘level’ í hverju sambandi og oftar bara tvö. Þegar ég sef hjá einhverjum er hann annaðhvort bólfélagi eða kærasti og ég geri mjög skýran greinarmun á þessu tvennu. Halda áfram að lesa