Ég hitti reglulega fólk sem hefur mikla og góða reynslu af andalæknum. Ég hef spurt nokkra að því hvort þeir geti komið mér í samband við andalögfræðing, andapípulagningamann eða andaendurskoðanda en það er víst fremur fábreytilegt atvinnulíf í Himnaríki svo það hefur ekki gengið upp. Ég held að þetta sé voða mikið svona 1920 samfélag þarna uppi, allt menntaða liðið annaðhvort kennarar eða læknar. Og nokkrir hörpuleikarar jú.
Ég hef líka, þó mun sjaldnar, talað við fólk sem hefur reynslu af árásargjörnum öndum sem naugða konum en þeir kváðu vera úr neðra. Nú vill svo til að ég á vinkonu sem hefur lítið álit á loðnara kyninu en þó töluverða þörf fyrir náin kynni við duglegt eintak. Við erum að tala um konu sem er komin á það stig að hugsa um Woody Allen þegar syndugar hugsanir sækja á hana, en þar sem Woody er fjarri góðu gamni er hún að velta fyrir sér hvort væri ekki hægt að særa fram svona nauðgunaranda.
Mér líst reyndar ekkert á þá hugmynd, þar sem ekki er víst að andinn haldi sig heima við á meðan hún er í vinnunni. Blessuð konan er bókasafnsfræðingur, og það gæti orðið töluverð truflun að því fyrir safngesti ef andinn færi að eiga við hana á afgreiðsluborðinu. Mér þætti æskilegra að koma henni í samband við einhvern góðan andagígaló. Málið er bara að ég kann ekkert á drauga. Er ekki einhver velviljaður miðill sem getur komið okkur í sambandi við kynlífsþjónustuanda sem vill sjá aumur á henni? Já og vill viðkomandi þá tékka á því í leiðinni hvort eru ekki einhverjir andaendurskoðendur í Helvíti. Þeir eru allavega ekki á sama stað og andalæknarnir, samkvæmt mínum heimildamönnum, og nú vantar mig einn satanískan.