Virða => Það sem virðist. => Virða manneskjuna gaumgæfilega fyrir sér, reyna að horfa á meira en yfirborðið.Í ensku respect. Re-spect.
Re-spect => Að skoða aftur eða úr fjarlægð. Skylt því að taka tillit til.
Re-spect => Að skoða aftur eða úr fjarlægð. Skylt því að taka tillit til.
Re-spect => Að skoða aftur eða úr fjarlægð. Skylt því að taka tillit til. Halda áfram að lesa
Mig langar að steikja kjötbollur. En ekki borða þær.
Brjóta saman þvott. En það sem á annað borð er hreint er samanbrotið.
Setja niður kartöflur. En það er ekki hægt.
Þrátt fyrir sýnilega sumarkomu er skítkalt úti og frost í jörð.
Þú veist að þú ert orðin fullorðin þegar þú kaupir þér skó af því að þeir eru þægilegir þótt þú getir fengið aðra miklu flottari á sama verði.
Þú veist að þú ert orðin gamall þegar Halda áfram að lesa
Svei mér þá ef er ekki komið sumar. Allavega nógu mikið sumar til þess að taka fram þunnu blússurnar mínar og sætu sumarkjólana. Við systurnar fórum í ísbúð í dag. Greinilega margir sem hafa fengið þá sömu hugmynd því það voru meira en 20 manns á undan okkur í röðinni.
Um næstu helgi ætla ég að fara með Leónóru í húsdýragarðinn til að sjá kiðlingana. Sumir hlutir í lífi mínu eru kannski ekki nákvæmlega eins ég vildi hafa þá en það er allavega komið sumar.
Eftir allan þann hroða af snyrtivörubæklingum sem ég hef prófarkarlesið undanfarið, á ég erfitt með að bera á mig krem án þess að efast um gáfur mínar. Ég hef alltaf haldið að tilgangurinn með kremi væri sá að mýkja húðina og styrkja. Nú veit ég að tilgangur krema er raunverulega sá að „veita aðstoð fyrir þreytta húð“ og koma á jafnvægi milli sálar og líkama.
Ég hef heyrt margan meðaljóninn lýsa yfir samkennd með Emily the Strange.