Myndin hans Árna Beinteins frumsýnd

images (3)Nýjasta stuttmyndin hans Árna Beinteins var frumsýnd í dag. Í sal 1 í Háskólabíó. Kampavín og allt og Nornabúðarinnar getið á kreditlistanum 🙂 Drengurinn er snillingur.

Ég fékk Önnu og börnin hennar til að koma með mér í bíóið. Fórum í ísbúð á eftir, bara til að líkja eftir sumri þótt sé sami helvítis skítakuldi og venjulega og hefði líklega verið skynsamlegra að laga kakó.

Mig langar svo út til Danmerkur að heimsækja systur mína. Upplifa alvöru sumar. Fara með strákana í Lególand. Sitja á veröndinni í hlírakjól og drekka bjór og hlusta á Eika glamra á gítarinn á kvöldin. Tala við Hullu langt fram á nótt, úti í myrkrinu en vera samt ekki kalt.

Kuldi er ekki hugarástand heldur mjög raunverulegt, mælanlegt ástand. Það gerir mig brjálaða að sjá grænt gras, finna lykt af vori en komast samt aldrei út úr húsi nema í ullarpeysu. Ef Kuldaboli væri áþreifanlegur myndi ég bíta af honum hausinn.

Hringur

Öryggi. Orðið merkir að hræðast ekki að ráði. Ör-yggi, að bera nánast engan ugg í brjósti. Ygg-drasill er hestur óttans (eða Óðins sem er auðvitað ógnvænlegastur ása) og lífstréð, askur Yggdrasils er kenndur við hann. Halda áfram að lesa

Um öryggi og frelsi

Freedom is just another word for nothing left to fuck up. Ég man ekki hver sagði það en það er ekki eins satt og það hljómar.

Lengi hélt ég að öryggi og frelsi færu ekki saman. Sú skoðun var byggð á reynslu en ég hafði aldrei notið alvöru öryggis og sá ekki mjög langt fram fyrir nefið á mér. Seinna sá ég að öryggi og frelsi eru ekki andstæður. Hið veraldlega afhjúpar hið andlega og til að njóta fjárhagslegs frelsis þarf maður fyrst fjárhagslegt öryggi. Sé það rétt hjá mér að hið veraldlega hafi tilfinningalega merkingu; komi upp um sálina, þá á það sama við um ástina. Halda áfram að lesa

Nostalgía

Sumrin þegar drengirnir mínir voru litlir. Í minningunni er alltaf sól.

Ég var í fríi. Fór með strákana í húsdýragarðinn um helgar á meðan við bjuggum í Reykjavík. Fyrir austan var enginn húsdýragarður en við fórum í sund daglega. Ég tók lit og gekk í stuttum kjólum og strigaskóm. Ég gat ennþá stjórnað því hvernig Haukur klæddi sig og Darri varð svo brúnn að sundskýlufarið sást allan veturinn. Halda áfram að lesa

Gat ekkert gert?

fritzl

Og konan hans átti aldrei leið niður í kjallara öll þessi ár? Allavega hef ég ekki séð eitt orð um hennar ábyrgð í þessu máli. Ég spái því að hún verði álitin fórnarlamb. Ég veit ekki hvaða mafía það er sem telur hag kvenna best borgið með því að viðhalda því viðhorfi að píkan sé aðsetur ábyrgðarleysis en hún er allavega starfandi á Íslandi.

 

Nostalgía

Sumrin þegar drengirnir mínir voru litlir. Í minningunni er alltaf sól.

Ég var í fríi. Fór með strákana í húsdýragarðinn um helgar á meðan við bjuggum í Reykjavík. Fyrir austan var enginn húsdýragarður en við fórum í sund daglega. Ég tók lit og gekk í stuttum kjólum og strigaskóm. Ég gat ennþá stjórnað því hvernig Haukur klæddi sig og Darri varð svo brúnn að sundskýlufarið sást allan veturinn. Halda áfram að lesa

Nostalgía

Sumrin þegar drengirnir mínir voru litlir. Í minningunni er alltaf sól.

Ég var í fríi. Fór með strákana í húsdýragarðinn um helgar á meðan við bjuggum í Reykjavík. Fyrir austan var enginn húsdýragarður en við fórum í sund daglega. Ég tók lit og gekk í stuttum kjólum og strigaskóm. Ég gat ennþá stjórnað því hvernig Haukur klæddi sig og Darri varð svo brúnn að sundskýlufarið sást allan veturinn. Halda áfram að lesa