Nýjasta stuttmyndin hans Árna Beinteins var frumsýnd í dag. Í sal 1 í Háskólabíó. Kampavín og allt og Nornabúðarinnar getið á kreditlistanum 🙂 Drengurinn er snillingur.
Ég fékk Önnu og börnin hennar til að koma með mér í bíóið. Fórum í ísbúð á eftir, bara til að líkja eftir sumri þótt sé sami helvítis skítakuldi og venjulega og hefði líklega verið skynsamlegra að laga kakó.
Mig langar svo út til Danmerkur að heimsækja systur mína. Upplifa alvöru sumar. Fara með strákana í Lególand. Sitja á veröndinni í hlírakjól og drekka bjór og hlusta á Eika glamra á gítarinn á kvöldin. Tala við Hullu langt fram á nótt, úti í myrkrinu en vera samt ekki kalt.
Kuldi er ekki hugarástand heldur mjög raunverulegt, mælanlegt ástand. Það gerir mig brjálaða að sjá grænt gras, finna lykt af vori en komast samt aldrei út úr húsi nema í ullarpeysu. Ef Kuldaboli væri áþreifanlegur myndi ég bíta af honum hausinn.
