Öryggi. Orðið merkir að hræðast ekki að ráði. Ör-yggi, að bera nánast engan ugg í brjósti. Ygg-drasill er hestur óttans (eða Óðins sem er auðvitað ógnvænlegastur ása) og lífstréð, askur Yggdrasils er kenndur við hann.
Af hverju er lífstréð kennt við hest sem stjórnast af ótta? Tilviljun? Ég held ekki. Tungumálið kemur upp um okkur. Í ensku merkir orðið safe, bæði öruggur og skaðlaus. Sögnin to save, að bjarga eða hjálpa og um leið að geyma eða varðveita. Maðurinn þarf að vera öruggur til að geta verið áreiðanlegur. Taktu öryggið frá honum og hann mun bregðast þér. Og maðurinn finnur til öryggis ef einhver bjargar honum eða gætir hans, varðveitir hann.
Maðurinn stjórnast af ótta. Yggdrasill – Óttinn ríður honum. Stundum á slig. Og í örvæntingarfullri tilraun til að losna undan ægivaldi óttans, biður maðurinn Gvuð um hjálp. Biður ímyndaða andaveru að bjarga sér og varðveita sig. Hann veit ekki alveg frá hverju en ótti hans er jafn raunverulegur fyrir því.
En Gvuð kemur ekki (af skiljanlegum ástæðum) og maðurinn er áfram óöruggur og hræddur um að týnast. Hann snýr sér því til einhverrar mannveru og biður um það sama. Vill fá mannveru sem bjargar honum, gætir hans og varðveitir. Gefur honum öryggistilfinningu. Það tekst stundum í smátíma, því manneskjur eru raunverulegri en guðir og við köllum það ást og finnst við vera heppin. Um tíma. En fyrr eða síðar áttar maðurinn sig á því að þrátt fyrir að njóta svolítils öryggis er hann er ennþá einmana og hræddur. Að enginn skilur hann nokkurntíma til fulls, enginn getur bjargað honum eða gætt hans.
Og þá biður hann Gvuð að frelsa sig en hann veit ekki alveg frá hverju.
————————————–
Stundum skrifarðu nákvæmlega það sem ég er að hugsa. Takk fyrir að úskýra hugsanir mínar fyrir mér.
Posted by: lindablinda | 1.05.2008 | 17:51:50
————————————–
Það er ekki hestur sem stjórnast af ótta, heldur eitthvað (í þessu tilfelli drösull) sem ber Ygg (Óðinn) uppi, en hann hékk jú í trénu til að öðlast visku. Eða, er það ekki annars?
Posted by: vésteinn Valgarðsson | 4.05.2008 | 15:54:29
————————————–
Gvuð. Ég ætla að skjóta innþví að ég held að þú horfir framhjá öllu því góða sem „Ygg-drasill“ Færir með því að gefa okkur ótta sem mögulega tilfiningu í annars frekar tilfininga frjálsum heimi. Ég var að reyna að telja hversu margar gruntilfiningar það eru og ég hef ekki fundið margar en ótti er ein af þeim sem er (að mínu mati) gruntilfining svona eins og Hatur, Sorg, Samfarafíkn, Öfund og Ást. það eru vissu lega fleiri gruntilfiningar en samt aðalega bland af nokrum tilfiningum. Ef ég má líkja við liti þá er tilfiningalegur regnbogi okkar ansi fálitaður. það að teyngja svo gruntilfiningar við lífið kemur sennilega fram á sama tíma og vitund eða jafnvel fyrir það. Ég hef mikið á móti því að seigja að maðurin(n) stjórnist af ótta frekar en nokkru öðru, ég hef leikið mér aðeins að filgjast með þegar stekar tilfingar hefja inreyð í líf fólks og hef komist að því að það hvernig fólk meðhöndlar tilfiningar, og hef komist að því að skinjun hefur gjörsamlega verið miskilinn og tekin inn í einhverja tölfræði hugsun að allir skinji sársauka, ótta eða jafnvel ást að meðaltali eins. þetta er ekki bara rangt (að mínu mati) geldur skaðlegt. Ég til dæmis elska fleiri en numer 1, 2 eða 3. og ég er ekki að tala um svona syskina ást eða Samfarafíkn. Ég er að tala um djúpa alvöru ást. reyndar er ég ekki velkominn. á þeim forsendum í bili og vonandi að eilífu. En ekki halda samt að ég sé fyrtur, líginn eða ég upplifi ekki ást því ég kann að skilja tilfiningar betur en meðalmaðurin(n). Ég einfaldlega hef það djúpar tilfiningar þegar kemur að ást að ég skil án fordóma, hiks eða öfundar. Ótti stýrir mér lítið. og vonandi ykkur sem minst. Ég Þakka ykkur sem nentuð að lesa mig.
Posted by: Dreingurinn | 8.05.2008 | 7:01:26