Seldi sál mína á 2000 kall

Ég svindlaði í dag. Keypti Neskaffi. Ég er með samviskubit. Venjulega kaupi ég Gevalia. Ég er reyndar ekkert viss um að það sé sómakært fyrirtæki en ég er allavega nokkuð viss um að Nestle er það ekki. Eins og vörurnar frá þeim eru góðar. Neskaffið er besta skyndikaffi á markaðnum en ég hef aðeins keypt það ef ekkert annað hefur verið í boði. Þar til í dag. Mér bara ofbauð 2000 kr verðmunur á einu kg af kaffi og er hreinlega ekki tilbúin til að greiða 2000 kall fyrir hugsanleika þess að ég sé að skipta við skárra fyrirtæki. Kannski ef ég væri viss… Siðferði mitt ristir nú ekki dýpra en þetta.

Veit einhver annars hvernig stendur á þessum mikla verðmun?

 

Lífið eftir dömpið

Ef maður nennir að vera Pollýanna er hægt að sjá dömp sem afar jákvæðan atburð.

-Maður ver þá allavega ekki meiri tíma og orku í samband við einhvern sem ætlar hvort sem er ekki að gera það að langtímasambandi.
-Maður þarf ekki lengur að velta því fyrir sér hvort maður hefði getað skorað betur. Það er orðið nokkuð augljóst því einhver sem vill mann ekki hlýtur að vera reglulega slæmt skor.
-Og -það má nota dömpið sem afsökun fyrir að kaupa sér nýjan kjól sem mann vantar ekki. Halda áfram að lesa

Frelsið

Ég fór mjög lítið í leikhús í vetur. Sótti heldur ekki tónleika eða bíó að ráði og fór ekki á eina einustu myndlistarsýningu. Ég veit ekki afhverju, það var allavega ekki af því að væri svo vitlaust að gera hjá mér.

Ég druslaðist loksins í leikhús í gær. Sáum þann ljóta og ég verð að segja að mér finnst það stórgott verk. Við borðuðum á Sjávarbarnum, það hef ég ekki gert fyrr en á örugglega eftir að gera það aftur.

Halda áfram að lesa

Hring eftir hring


Það er himinn og haf á milli okkar í viðhorfum til hluta sem skipta máli, svo ég sé bara ekki fyrir mér að sé framtíð í þessu,
 sagði hann. Og það er rétt hjá honum. Munurinn á skoðunum okkar er meiri en ég hélt og fyrst það er vandamál þá er þetta líklega ekki þess virði að halda í það. And so I´m single again. Það einhvernveginn hljómar ekki eins eymdarlega á ensku. Halda áfram að lesa

Fríhelgi framundan

Fríhelgi framundan. Leikhús annað kvöld, og það er nú sannarlega tímabært. Svo ætla ég að loka búðinni bæði á laugardag og mánudag og skreppa í sveitina. Áhrifin af heimsókninni til Hörpu fyrir tæpu ári eru farin að dvína og það vantar snertingu við mosa og asparilm í kerfið.

Markmið helgarinnar er að klára öll kremin mín. Og borða eitthvað annað en cheerios og gúrkur.

 

Matarboð hjá Stefáni

Matarboðið hjá Stefáni reyndist vera grillveisla og mér fannst næstum vera sumar.

Ísland er lítið. Ég hitti konu sem kenndi Árna Beinteini til 10 ára aldurs og mann sem les bloggið mitt. Maðurinn sem les bloggið mitt er menntaður bakari en er lyfjablandari að atvinnu. Þið vitið, gaurinn sem hrærir saman efnin í íbúfenið. Líklega verður honum það stundum á að búa til kalla og kellingar úr deiginu. Fokk hvað þetta starf ætti illa við mig. Ég sem get ekki einu sinni bakað eftir uppskrift. Ég fyndi alltaf hjá mér hvöt til að breyta einhverju, prófa eitthvað nýtt. Reikna ekki með að það yrði vel séð, jafnvel þótt útkoman yrði betri en frumpillan. Halda áfram að lesa