Dansur

Ingólfstorg á sunnudegi. Fólk að dansa. Mér líður eins og Færeyingi. Hvað er ég eiginlega að gera hér? Af hverju er ég ekki hjá Garðyrkjumanninum? Að vísu fékk ég háklassa handsnyrtingu í gær en ég næ sambandi við mold og hann myndi útvega mér latexhanska og blístra ‘Liljan fríð’ á meðan hann mokaði skít upp í hjólbörur, eða hvað það nú annars er sem garðyrkjumenn gera. Halda áfram að lesa

Karlmennskan

Í dag byrjaði ég í megrun. Fjórum sinnum.

Fyrst þegar ég vaknaði.

Næst þegar við Sigrún gengum út af veitingastað þar sem ég hafði troðið í mig hádegisverði sem hefði nægt til að brauðfæða heilt þorp í Afríku. Halda áfram að lesa

Læst: Einsemd

Þetta efni er læst með lykilorði. Sláðu inn lykilorð hér að neðan til þess að skoða:

Af englum

-Ooooooo Sigrún! Ég þarf svo á því að halda að komast í almennilegt frí og ég sé ekki fram á að það takist nokkurntíma. Mammon kemur bara með endalausar skítareddingar, aldrei neitt sem breytir stöðunni varanlega og það er sko ekki það að ég hefi ekki gert mína samninga við Djöfulinn, því það hef ég reynt, trúðu mér. En svo ég vitni í Laxness; ‘Pokurinn sveik mig’. Aftur. Og það er ekki bara það að ég sé skíthrædd um að þurfa að selja bréfin mín, heldur er ég bara líka að drepast úr höfnunarkennd. Ekki einu sinni Andskotinn vill mig, hversu ömurlegt er það? Halda áfram að lesa

Grunur

Líklega sýndi ég þér grimmd með því að hafna samúð þinni. Þú vildir vel, ég veit það. Ætlaðir bara að koma til mín og kyssa sársaukann úr hjartanu mínu af stakri vinsemd. Það bara hefði ekki orðið neitt meira en andartaks fróun. Kannski hefði ég þegið návist þína ef þú hefðir frétt þetta á meðan ég var hvað viðkvæmust en þú hefðir bara kysst ennþá meiri sársauka inn í hjartað í mér. Halda áfram að lesa

Sápuópera – greiningardeild

Ég hugsa -þessvegna er ég til.

Samkvæmt því er ég alveg rosalega mikið til. Ég hugsa nefnilega svo mikið. Stundum hugsa ég klukkutímunum saman. Sumir halda því jafnvel fram að ég hugsi of mikið. Sem bendir þá til þess að ég sé of mikið til. Ekki svo að skilja að allt þetta hugs leiði mig endilega að niðurstöðum eða ákvörðunum en það er annað mál. Halda áfram að lesa

Undir þindinni

Sakna ég hans virkilega ekkert, spyrð þú og stundum trúi ég því ekki hvað þú þekkir mig illa.

Svo fór sem fór og það þjónar ekki tilgangi að velta sér upp úr því en auðvitað kemur það yfir mig að sakna hans. Það er nú bara normalt. Ég er þrátt fyrir allt normal, sjáðu til, og maður getur ekki fyllt hverja einustu mínútu dagsins af einhverjum skemmtilegheitum. Og ef út í það er farið finnst mér skömminni skemmtilegra að sakna hans en að skila vaskinum svo það má grípa til skyndisturlunar á borð við tilefnislítinn söknuð ef maður vill fresta einhverju bókhaldsböggi í nokkrar mínútur. Ég meina, maður getur nú verið með kökk þótt maður grenji ekki.