… óskast.
Mér skilst að ástæðan fyrir því að það kostar orðið meira en 6000 kr að fylla bílinn minn sé takmarkað framboð á eldsneyti. Ég skil og brosi en finn hrottalega fyrir hækkuninni, svo ég hreyfi bílinn minna (ég er sek, ég tek fjárútlát meira nærri mér en umhverfismengun), því ekki brýtur maður lögmál. Á sama tíma er offramboð á húsnæði. Samt hefur fasteignaverð ekki lækkað svo mikið að neinn finni fyrir því og ekki leiguverð heldur. Hvað varð um lögmálið um framboð og eftirspurn?
