Hagfræði fyrir heimskingja …

… óskast.

Mér skilst að ástæðan fyrir því að það kostar orðið meira en 6000 kr að fylla bílinn minn sé takmarkað framboð á eldsneyti. Ég skil og brosi en finn hrottalega fyrir hækkuninni, svo ég hreyfi bílinn minna (ég er sek, ég tek fjárútlát meira nærri mér en umhverfismengun), því ekki brýtur maður lögmál. Á sama tíma er offramboð á húsnæði. Samt hefur fasteignaverð ekki lækkað svo mikið að neinn finni fyrir því og ekki leiguverð heldur. Hvað varð um lögmálið um framboð og eftirspurn?

Af góðum hugmyndum

Það sem hefur komið mér mest á óvart á þessum tíma sem ég hef staðið í verslunarrekstri, er hvað margir virðast álíta það einhverskonar náðargáfu að fá hugmyndir. Iðulega kemur fólk til mín, jafnvel fólk sem ég þekki ekki neitt og þó einkum og sér í lagi fólk sem aldrei hefur komið nálægt rekstri, og gefur mér hugmyndir um það hvernig best sé að gera Nornabúðina að gullnámu. Halda áfram að lesa

Leitið og þér munuð finna – allsstaðar

SexWorkerOrganizingIndia

Mér finnst það gott mál og virðingarvert að leita uppi kúgað fólk og hjálpa því. Og já, ég er alveg viss um að þrælahald viðgengst hér á landi sem annarsstaðar. Ég hef m.a.s. séð það sjálf. Að vísu ekki í vændisgeiranum heldur á veitingahúsi. Ég gerði tilraun til að klaga það en var sagt að þrælarnir yrðu að kvarta sjálfir til að hægt væri að gera eitthvað. Halda áfram að lesa

Svo nokkuð sé nefnt

-rjómi út í kaffið
-að hnoða volgt brauðdeig
-lyktin af nýslegnu grasi
-að liggja í mosabing
-kjötsúpa á óveðurskvöldi
-sofandi börn
-kálfar
-kakó fyrir svefninn
-Roger Whittaker
-bros ungbarns
-að greiða hár fullorðna drengsins síns
-óvæntur koss á ennið
-hönd karlmanns undir þindinni
-bréf frá týndum vini
-að búa um sár einhvers sem er manni kær
-að skynja hugarangur einhvers sem á eitthvað ósagt og heldur að nokkrir kílómetrar komi í veg fyrir að maður finni það,

t.d. það gerir sálina í mér mjúka.