Klafi

Undanfarnar vikur hef ég efast um mátt minn og megin og í morgun vaknaði ég með burn out syndrom. Ég er svo þreytt að ég hálf dróst fram til að bursta tennurnar og skreið svo aftur upp í rúm. Ég er enn í rúminu, ekki einu sinni búin að laga kaffi og klukkan langt gengin í 9. Ég er ekki veik og það hefur ekki verið óhóflegt vinnuálag á mér. Mig bara langar ekki á fætur, sem er mjög óvenjulegt fyrir mig því yfirleitt vakna ég mjög glöð þótt ekkert merkilegt sé fyrirhugað. Halda áfram að lesa

Auk gullmola margra

Ég verð stöðugt meira hissa á vinnubrögðum lögreglunnar. Þetta er auðvitað bara venjulegt fólk, sem getur gert mistök en lögreglan er ekki bara venjulegt fyrirtæki heldur opinber stofnun sem fer með viðkvæm mál og má ekki gera of mörg alvarleg mistök. Þessvegna hefði ég haldið að vinnureglur sem og siðareglur væru mjög skýrar og þeim vel fylgt eftir. Ég hélt líka að hjá stofnun eins og lögreglunni væri algerlega á hreinu hver á að gera hvað. Halda áfram að lesa

Styttist

Þann þrítugasta júní verður kveðinn upp dómur í stóra vegatálmunarmálinu. Ef ég vinn (og eftir að hafa heyrt málflutninginn finnst mér það sennileg niðurstaða) ætla ég að halda upp á afmælið mitt.

Einfalt

Það er ekkert víst að ég nenni að reka þess búð til eilífðar en þrátt fyrir tímann, kostnaðinn, dauðu dagana, stressið, þrátt fyrir allt er samt eitt á hreinu, ég mun aldrei aftur vinna hjá öðrum, sagði ég. Halda áfram að lesa