Að elska land

Skrýtið að geta þótt svona vænt um skika af jörðinni. Ég er ekki einu sinni neitt sérstakt náttúrubarn og ég efast ekki um að mér gæti liðið vel nánast hvar sem er í heiminum en tilhugsunin um að fá ekki að vera hér, snertir mig furðulega illa.

Ég væri alveg til í að verða rík án fyrirhafnar en þetta ágæta tilboð stæði samt í mér.

Ást mín á landinu er ein af ástæðunum fyrir því að ég gæti ekki hugsað mér að giftast útlendingi. Ég á bara svo erfitt með að trúa því að nokkur vilji rjúfa tengslin við föðurland sitt. Mér finnst sú hugmynd að tengjast landi tilfinningaböndum fáránleg en mér líður svona samt.

 

Vesenið á þessum Gvuði

Fokk í helvíti. Þegar Gvuð birtist mér upp úr hádegi í dag og heimtaði að fá að opinbera mér sannleik sinn, benti ég honum á að blogga. Ætlaði sko ekki að fara að vera einhver senditík fyrir hann. Sagðist tilbúin til að veita honum aðgang að tölvu og geta hans á mínu bloggi, but that’s it.

Nú er hann búinn að hanga í tölvunni minni meira og minna í allan dag. Ef þetta verður svona áfram þá nenni ég ekki að hafa hann inni á gafli mikið lengur.

 

Blogg Gvuðs

Gvuð er skrýtin skrúfa. Hann ku hafa gert sér það til dundurs í árdaga að skapa heiminn og er að eigin sögn algóður, alvitur og almáttugur.

Gvuð hefur skoðanir á öllu. Kjarnorkuáætlun Bandaríkjamanna, kynhegðun minni og öllu þar á milli. Af og til hefur hann miðlað visku sinni og vilja til mannkynsins í gegnum sendiboða en þrátt fyrir meinta visku hans hefur aldrei tekist betur til en svo að menn taka þegar í stað að deila um það hvernig beri að túlka skilaboðin og því næst taka þeir til við að brytja niður mann og annan í þeim tilgangi að staðfesta sannfæringu sína um vilja Gvuðs. Halda áfram að lesa

Peningaskortur ekki vandamálið

Í marsmánuði og safnaðist hópur fólks saman við kínverska sendiráðið til að mótmæla þjóðarmorðinu sem nú á sér stað í Tíbet. Marga laugardaga í röð hittist fólk þarna í hádeginu, stundum um 40 manns en oftar nær 20, stundum aðeins 4-5 hræður.  Þetta voru fullkomlega friðsöm mótmæli, eitt eða tvö kröfuspjöld og einn tíbeskur fáni, stutt ræðuhöld og í þau skipti sem ég mætti voru alltaf einhverjir sem tóku börnin sín með sér og ekkert sem benti til þess að nokkur hefði mætt þangað með það að markmiði að stofna til óeirða.Á þessum tíma var ekki að sjá að mannekla og fjárskortur stæði í vegi fyrir löggæslu í landinu. Á meðan á þessum stuttu og friðsamlegu fundum stóð, var Víðimelurinn varðaður lögreglubílum á hverju horni og iðulega gerðist það að verðir laganna væru fleiri en mótmælendur.

Vandamál lögreglunnar í dag er ekki fjárskortur. Vandamál lögreglunnar er sá sem ber ábyrgð á henni. Hann heitir Björn Bjarnason og hefur meiri áhuga á að tryggja vald ríkisins, stórfyrirtækja og auðmanna en að vernda íbúa landsins.

mbl.is 14 lögreglumenn á vakt

 

Sár

Einhvern tíma las ég sjálfsræktarbók sem ég man nú ekki mikið eftir, hvorki nafnið né höfundinn. Þó var í henni ein samlíking sem mér finnst virkilega góð. Halda áfram að lesa

Með lafandi tungu

Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem hefur völd. Það vald er, eins og allt annað vald, keypt fyrir peninga. Flokkurinn býr í haginn svo þeir sem eiga marga péninga, geti eignast fleiri péninga og þeir borga. Allir glaðir. Nema þeir sem þjást vegna þess hve íslenskir auðmenn græða mikið á ósiðlegum skítafyrirtækjum en þeir eru hvort sem er ekki á kjörskrá. Þeir búa á Indlandi, Mexíkó og í Kína og margir þeirra kunna ekki einu sinni að lesa, hvað þá að þeir hafi áhrifavald til að æsa íslenska hryðjuverkaógnarrunkara upp í það að blogga um glæpastarfsemi þeirra sem mótmæla ódáðum stóriðjufyrirtækja gagnvart fólki og náttúru. Halda áfram að lesa

Pöddur

Ég hélt að ég væri með ágæta vírusvörn.

Í gær tekur tölvan svo upp á því að loka á netsíður sem ég reyni að komast inn á, segist vera með vírus og heimtar að ég klikki á tengil til að laga það. Og allt í einu sit ég uppi með eitthvað antivirus 2008 sem heldur því fram að vélin sé full af pöddum en neitar að gera neitt í því nema ég borgi. Tölvustrákar segja mér að það geti allt farið í steik ef maður er með 2 vírusvarnarforrit inni, svo ég reyni að henda þessu nýja en það gegnur ekki. Klukkutíma síðar er antivirus 2009 kominn líka. Finnur 262 ógeð í vélinni en er víst ekki ókeypis og vill samt ekki hypja sig.

Spybot finnur ekki neitt og ég losna ekki við þessi forrit sem ég veit ekki til að ég hafi beðið um. Ég kemst ekki inn á netsíður sem ég vil nota nema eftir krókaleiðum. Kræst ég er að fríka út. Hvernig get ég vitað hvort forritið er að ljúga og hvernig losna ég við þá bræður antivirus 2008 og 2009?