Pöddur

Ég hélt að ég væri með ágæta vírusvörn.

Í gær tekur tölvan svo upp á því að loka á netsíður sem ég reyni að komast inn á, segist vera með vírus og heimtar að ég klikki á tengil til að laga það. Og allt í einu sit ég uppi með eitthvað antivirus 2008 sem heldur því fram að vélin sé full af pöddum en neitar að gera neitt í því nema ég borgi. Tölvustrákar segja mér að það geti allt farið í steik ef maður er með 2 vírusvarnarforrit inni, svo ég reyni að henda þessu nýja en það gegnur ekki. Klukkutíma síðar er antivirus 2009 kominn líka. Finnur 262 ógeð í vélinni en er víst ekki ókeypis og vill samt ekki hypja sig.

Spybot finnur ekki neitt og ég losna ekki við þessi forrit sem ég veit ekki til að ég hafi beðið um. Ég kemst ekki inn á netsíður sem ég vil nota nema eftir krókaleiðum. Kræst ég er að fríka út. Hvernig get ég vitað hvort forritið er að ljúga og hvernig losna ég við þá bræður antivirus 2008 og 2009?

 

One thought on “Pöddur

  1. ——————————

    æ æ æ

    http://en.pcthreat.com/parasitebyid-6837se.html

    Posted by: magnus | 15.07.2008 | 9:29:00

    ——————————

    Ég er eiginlega búinn að gefast upp á að útskýra hvernig maður forðast svona hluti, því úrþvættin koma endalaust með nýjar aðferðir í hverri viku. Ég ásaka Microsoft fyrir að hafa komið þessu fáránlega kerfi upp á fólk.

    Posted by: Elías | 15.07.2008 | 10:49:33

    ——————————

    Þú verður að kalla til köttinn með höttinn eða fá þér Mac-tölvu.

    Posted by: Sliban | 15.07.2008 | 11:57:16

    ——————————

    Takk fyrir þetta Magnús.

    Ég er búin að finna marga hlekki á síður sem losa mann við þennan ófögnuð frítt, en vélin blokkerar þær allar. Neyðist ég virkilega til að borga fyrir að losna við þetta?

    Posted by: Eva | 15.07.2008 | 13:28:48

    ——————————

    Eva, því miður er þessi óværa uggvænlegri en svo að þú ráðir við hreinsun hennar sjálf. Tæknibær er með ágætis þjónustu á góðu verði. Sjá http://www.tb.is

    Posted by: Guðjón Viðar | 15.07.2008 | 14:19:14

    ——————————

    Hahh! Laus við ógeðið. Trixið er að fara í system restore og velja restore punkt frá því áður en paddan kom. Þá verður vélin alveg eins og hún var áður. Ef maður hefur ekki unnið neitt sem má ekki týnast síðan, þá er þetta einföld og þægileg aðferð.

    Posted by: Eva | 15.07.2008 | 14:56:42

    ——————————

    assgoti varstu seig að finna út úr þessu sjálf!

    Posted by: baun | 15.07.2008 | 18:08:28

    —————————————————

    Tek undir með Baun, seig ertu. En neyðist náttúrulega til að boða trú mína: MAC. Segi ekki meir.

    Posted by: Kristín | 15.07.2008 | 18:11:53

    ——————————

    Kæra Eva, System restore hreyfir ekki við þínum gögnum á neinn hátt svo þú ættir að vera örugg með þau. Það hins vegar fjarlægir ekki forrit af tölvunni svo þessi ófögnuður er enn til staðar. Sjá :http://www.microsoft.com/windowsxp/using/helpandsupport/learnmore/systemrestore.mspx

    Posted by: Guðjón Viðar | 15.07.2008 | 23:11:40

Lokað er á athugasemdir.