Peningaskortur ekki vandamálið

Í marsmánuði og safnaðist hópur fólks saman við kínverska sendiráðið til að mótmæla þjóðarmorðinu sem nú á sér stað í Tíbet. Marga laugardaga í röð hittist fólk þarna í hádeginu, stundum um 40 manns en oftar nær 20, stundum aðeins 4-5 hræður.  Þetta voru fullkomlega friðsöm mótmæli, eitt eða tvö kröfuspjöld og einn tíbeskur fáni, stutt ræðuhöld og í þau skipti sem ég mætti voru alltaf einhverjir sem tóku börnin sín með sér og ekkert sem benti til þess að nokkur hefði mætt þangað með það að markmiði að stofna til óeirða.Á þessum tíma var ekki að sjá að mannekla og fjárskortur stæði í vegi fyrir löggæslu í landinu. Á meðan á þessum stuttu og friðsamlegu fundum stóð, var Víðimelurinn varðaður lögreglubílum á hverju horni og iðulega gerðist það að verðir laganna væru fleiri en mótmælendur.

Vandamál lögreglunnar í dag er ekki fjárskortur. Vandamál lögreglunnar er sá sem ber ábyrgð á henni. Hann heitir Björn Bjarnason og hefur meiri áhuga á að tryggja vald ríkisins, stórfyrirtækja og auðmanna en að vernda íbúa landsins.

mbl.is 14 lögreglumenn á vakt

 

One thought on “Peningaskortur ekki vandamálið

  1. —————————————————

    Ekki gleyma að þeir höfðu lögreglu þarna á vakt allan sólarhringinn í ómerktum bíl í nokkrar vikur. Þá var keyrt fram hjá sendiráðinu á hálftíma fresti í mánuð. Annars staldraði lögreglan stutt síðustu helgi, enda met í fámenninu í rigningunni:) Ég hélt að þeir væru þarna til að passa okkur gegn ógnarstjórninni sem þetta sendiráð er útibú fyrir?!!::

    Birgitta Jónsdóttir, 16.7.2008 kl. 11:46

    —————————————————-

    Eruð þið ennþá að mæta þarna á laugardögum Birgitta? Ég hætti að mæta sjálf þegar ég þurfti að vinna í hádeginu nokkra laugardaga í röð og reiknaði svo bara með að þið væruð hætt. Þú ert mikill dugnaðarforkur. Ég kem næsta laugardag. Við verðum endilega að sjá til þess að Birni takist að eyða þessum peningum sem hann hefur fengið til að efla löggæsluna.

    Eva Hauksdóttir, 16.7.2008 kl. 13:52

    —————————————————-

    Jamm, ég strengdi þess heit þegar ég byrjaði á þessu að mæta þarna á hverjum laugardegi þangað til að kröfum mínum verður mætt: að alþjóða mannúðarsamtökum sem og fjölmiðlum verði hleypt inn í landið… væri gaman að sjá þig:)

    Birgitta Jónsdóttir, 16.7.2008 kl. 15:06

    p.s. þú ert líka dugnaðarforkur fyrir náttúru og mannfólk… og skemmtilega skringilegur kvistur í mannhafinu:)

    Birgitta Jónsdóttir, 16.7.2008 kl. 15:08

    —————————————————-

    Þannig að það gæti ekki verið að þrátt fyrir slæma mönnum þá beri löggunni samt að sinna verkefnum sem þeir eiga að vinna? Þeir eiga sem sagt bara að labba í burtu þegar sum verkefni eru en ekki þegar önnur? Bara sinna sumum verkefnum, ef ekkert er að gera, þegar þeir eru illa mannaðir? Í alþjóðasamskiptum þá ber þjóðum að sinna öllum svona verkefnum, kallast pólitísk vernd.

    Hallur (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 22:18

    —————————————————-

    Það hljóta auðvitað að vera takmörk fyrir því hvað 9-14 menn komast yfir að sinna. Það er undarleg forgangsröð að kalla út 10 manna lögreglulið þegar 15 hræður safnast saman á Víðimelnum í hádeginu á laugardegi en ætla svo sama fjölda að hafa hemil á 5000 manns á fyllirí um kvöldið.

    Eva Hauksdóttir, 17.7.2008 kl. 01:46

Lokað er á athugasemdir.