Saving Iceland í höfuðstöðvum Landsvirkjunar

980__320x240_imgp0362FYRIRHUGUÐUM VIRKJUNUM Í ÞJÓRSÁ OG SAMSTARFI VIÐ ALCOA MÓTMÆLT

REYKJAVÍK – Í morgun fóru 30 aktívistar frá Saving Iceland hópnum inn í höfuðstöðvar Landsvirkjunnar, Háaleitisbraut 68, og trufluðu vinnu til að mótmæla fyrirhuguðum Þjórsárvirkjunum og samstarfi fyrirtækisins við Alcoa. Fyrr í morgun vatki Saving Iceland Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunnar og afhenti honum brottfarartilkynningu (sjá r). Halda áfram að lesa

Þau mættu bara víst

Kannski ekki á slaginu, enda tafði lögreglan þau en þau fóru einmitt upp í Landsvirkjun svo hvaða kjaftæði er þetta eiginlega?

Annars veltir maður fyrir sér tilgangnum með því að mæta á fund á skrifstofu Landsvirkjunar og á hvað hátt það að vera betra en að koma skilaboðum áleiðis úti í garði. Er ekki fólk búið að vera að ræða virkjanir í Þjórsá við þennan mann í mörg ár? Og hvað hefur komið út úr því?  Jú, áframhaldanadi einelti gagnvart landeigendum í nágrenni Þjórsár.

Það er kominn tími á að láta verkin tala.

Friðrik Zophusson er ekkert önnur manneskja heima hjá sér en bak við skrifboðið sitt.

mbl.is Þáðu ekki boð um fund

Minni á Reykjavíkurakademíuna í kvöld

Saving Iceland stendur fyrir dagskrá í Reykjavíkurakademíunni (Í JL húsinu)   kl. 19:30 í kvöld.

Samarendra Das, indverskur rithöfundur og sérfræðingur um áliðnaðinn, fjallar um áhrif álfarmleiðslu á þriðja heiminn. Einnig mun Andri Snær Magnason tala um goðsögnina um ‘græna og hreina’ álframleiðslu.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Enginn aðgangseyrir.

Samarendra Das hefur verið viðriðinn baráttuna gegn báxítgreftri síðustu sjö árin. Hann hefur safnað að sér myndefni og skrifað greinar í fjölmarga fjölmiðla, t.d. Tehelka og Vikalpa Vichar. Einnig hefur hann gefið út þrjár bækur og ritstýrt tveimur í viðbót, skrifað yfir 200 greinar og umfjallanir, gert heimildarmyndir og er nú við það að klára bók um áliðnaðinn og andspyrnuna gegn honum, ásamt forneifafræðingnum Felix Padel.

Hreint ál?

Miðvikudaginn 23. júlí kl. 19:30 býður Saving Iceland til ráðstefnu í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121.

Á ráðstefnunni mun koma fram Samarendra Das, indverskur rithöfundur og sérfræðingur um áliðnaðinn, ásamt Andra Snæ Magnasyni rithöfundi.
Samarendra mun fjalla um áhrif álfarmleiðslu á þriðja heiminn, auk þess sem hann og

Andri Snær munu brjóta á bak aftur goðsögnina um
svokalla ‘græna og hreina’ álframleiðslu.

Síðasta sumar stóð Saving Iceland fyrir alþjóðlegu ráðstefnunni ‘Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna’ á Hótel Hlíð í Ölfussi, þar sem Andri Snær kom m.a. fram ásamt gestum frá fimm heimsálfum; m.a. frá Trindad og Tobago, Suður Afríku, Brasilíu og öðrum löndum. Samarendra Das var meðal fyrirhugaðra ráðstefnugesta en þurfti því miður að afboða komu sína á síðustu stundu. Við hjá Saving Iceland erum því ánægð að hafa loks tækifæri til að bjóða Samarendra velkominn til landsins. Fyrirlesturinn fer fram í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121 og hefst kl. 19:30. Samarendra Das hefur verið viðriðinn baráttuna gegn báxítgreftri síðustu sjö árin. Hann hefur safnað að sér myndefni og skrifað greinar í fjölmarga fjölmiðla, t.d. Tehelka og Vikalpa Vichar. Einnig hefur hann gefið út þrjár bækur og ritstýrt tveimur í viðbót, skrifað yfir 200 greinar og umfjallanir, gert heimildarmyndir og er nú við það að klára bók um áliðnaðinn og andspyrnuna gegn honum, ásamt forneifafræðingnum Felix Padel Ef þú hefur áhuga á því að hitta Samarendra, taka viðtal við hann og svo frv. hafðu þá samband við Snorra s. 857 3521. Nánar á www.savingiceland.org

Saving Iceland og Útlendingastofnun eru ekki sama fyrirbærið

Mér finnst nú líklegt að þessi misskilningur hafi komið upp vegna þess að ég sagði frá því að Speglinum að Miriam hefði tilkynnt á fundi hjá SI að hún ætlaði ekki að taka beinan þátt í aðgerðum sem gætu talist ólöglegar á meðan Íslendingar sýndu þessa hörku.  En ég tók reyndar líka fram að hún myndi vinna með okkur áfram, enda væri nóg af áhættuminni verkefnum fyrir hana.

mbl.is Miriam Rose gefst aldrei upp

Vitrun

Þegar ég lauk MA náminu fór ég að kenna. Tengdapabbi fór á límingunum yfir því að ég væri að ‘droppa út úr skóla’ og taldi víst að þar með væri lífi mínu sem vitsmunaveru lokið. Reyndar naut ég hvers einasta dags í Háskólanum. Mér leið vel í Árnagarði, fannst óskaplega gaman að sækja fyrirlestra, var í essinu mínu í umræðutímum og skilaði ritgerðum yfirleitt löngu fyrir eindaga. Ég hefði verið alveg til í að vera þar áfram sem BA eða MA nemi en mér fannst það hljóma bæði einmanalega og einhæft að sitja yfir sömu ritgerðinni í mörg ár.

En í morgun semsagt fékk ég vitrun. Ég hef að því leyti breyst á þessum árum að ég hef mun minni þörf fyrir félagsskap og síðustu 5 árin hef ég að mestu leyti unnið ein. Auk þess gæti ég þá haldið búðinni opinni eftir hádegi 3 daga í viku og haldið áfram að taka á móti hópum. Ég ætlaði hvort sem er að verða manneskja sem gerir það sem henni bara sýnist þegar ég yrði stór, svo því skyldi ég ekki bara hafa opið eftir hentugleikum?

Ég hringdi í nemendaskrá og jújú, þeir taka ennþá inn doktorsnema allt árið. Þá er það er semsagt ákveðið að svo fremi sem annaðhvort Bergljót eða Ásdís Egils vilja leiðbeina mér, þá er ég að fara í skóla um áramótin. Mér finnst dálítið skrýtið að hugsa til þess að vera í sama skóla og barnið mitt en hann er víst orðin stór. 22ja ára í dag. Ég held að Darri sé líka búinn að komast að niðurstöðu um það hvað hann ætlar að læra en voga mér ekki að uppljóstra því.

Ég er að fara til Palestínu í september. Vííí!