Gekk ég yfir sjó og land

Hvalfjörður er bara ekki íslenskur í dag. Enginn kræklingur finnst í þessari endalausu fjöru, líklega þrífst hann ekki í sundlaugarvolgum sjónum og aðeins örfáir fuglar sjáanlegir. Sjálfsagt skortir þá æti en auk þess er íslenski herinn (allir tveir meðlimir hans) skjótandi út í loftið eins og vitleysingar. Ég veit ekki hvað ég þykist vilja til Palestínu. Það eru greinilega ágætar líkur á að verða fyrir slysaskoti hér heima.

Sjórinn hefur vikið og við förum úr skónum og öslum volga leðjuna, langt út á það sem venjulega er hafið bláa hafið. Leðjan spýtist mjúk og hlý milli tánna og andvarinn á meira skylt við hárþurrku en sjávargolu.

Við uppgötvuðum nýja gullnámu í dag við Anna. Framvegis munum við taka nettan leðjuslag í Hvalfirðinum á góðviðrisdögum, gegn aðgangseyri að sjálfsögðu. Með brjóstin á Önnu og rassinn á mér höfum við garantí fyrir góðri aðsókn. Ef einhver spengileg leggjasleggja vill slást með okkur þá endilega hafið samband.

 

Nú af hverju er þá bílstjórum snúið við?

Það er helbert rugl að þessi mótmæli hafi ekki valdið umferðartöfum. Lögreglan hefur þurft að snúa mörgum bílstjórum frá.

Sennilega á þessi frétt um engar tafir að breiða yfir ráðaleysi lögreglunnar sem er nú loksins að átta sig á því að það er bara mjög hæpið að lögreglan hafi rétt til að grípa inn í mótmælaaðgerðir af þessu tagi.

Hér á eftir fer skýring Saving Iceland á tiltækinu. Halda áfram að lesa

Kjeeellingin gerir upp á milli ódáma – væl, væl

Hnuhh! Af hverju er svona hræðilegt að álver og aðrar stórframkvæmdir þurfi að fara í umhverfismat? Hafa menn kannski áhyggjur af því að þær standist ekki matið? Er svona mikil hætta á að ekki fáist leyfi til framkvæmda sem taldar eru líklegar til að valda óviðunandi skaða á náttúrunni?

Og ojojoj ljóta kerlingin að leyfa ekki Norðlendingum að skemmileggja líka fyrst Suðurnesjamenn komast upp með það. Er virkilega svona erfitt að sjá frekar lógíkina í því að stöðva ósómann í Helguvík? Hvernig gengur það gegn meðalhófi að láta menn taka afleiðingunum af því að byrja á svona svínaríi í leyfisleysi?

mbl.is Undirbúningur skemmra kominn

Ég skammast mín fyrir þessa forsetanefnu

Einu sinni kaus ég Ólaf Ragnar til að gegna forsetaembættinu og ég hef hingað til verið sátt við að hafa hann þótt mér finnist hann orðinn full þaulsetinn.

En nú er ég búin að skipta um skoðun. Ég vil ekki sjá það að maður sem styður mannréttindabrot Kínverja með því að þiggja partýboð og það m.a.s. boð þar sem tekið er fram að ákveðnir samfélagshópar séu ekki þóknanlegir. Hvað varðar bullið í honum um að árangur náist í mannrétindamálum með því að sýna harðstjórum virðingu (fyrir hvern fjandann á að virða þá?) þá auglýsi ég hér með eftir upplýsingum um það hvenær í veraldarsögunni stjórnvöld hafa hætt við útrýmingu þjóða, þjóðarbrota eða samfélagshópa og aflagt dauðarefsingar, pyndingar og önnur mannréttindabrot, fyrir kurteisleg tilmæli frá viðhlæjendum sínum.

Ég fær ekki betur séð en að það sem hingað til hefur skilað árangri séu viðskiptaþvinganir og fordæming alþjóðasamfélagsins. Ekki verður séð að mannréttindi í Kína hafi fengið meira vægi þótt við höfum boðið fjöldamorðingjanum Jiang Zemin til veislu. Það kom mér ekki svo mikið á óvart á sínum tíma þótt Halldór Ásgrímsson teldi það við hæfi að snudda utan í hann en Ólafur veldur mér virkiega vonbrigðum.

Ég skammast mín fyrir að hafa þetta sem forseta.

mbl.is Götum lokað vegna embættistöku

 

Hvaða vandamál?

Kannski það vandamál að Landsvirkjun verði settur stóllinn fyrir dyrnar með að vaða yfir allt og alla án tillits til fólks og náttúru?

Landsvirkjun hefur iðulega vandamál í för með sér. Friðrik Zophusson er eitt þeirra.

mbl.is Kemur á óvart

Ég er veik

Og ég sem hélt að ég væri bara svona löt. Ég er semsagt sjúklingur, það hlaut að vera rökrétt skýring á þessu verkstoli mínu.

Ég er að hugsa um að taka mér veikindafrí á meðan ég er að jafna mig.

Ætli séu til LA samtök, Letihaugar Anonymous?