Jaðarmaður knýr dyra

Eitt kvöldið knýr hann svo dyra einu sinni enn. Í þetta sinn opna ég því það er óhætt.

-Hvernig líður þér í hjartanu? spyr ég.
-Hjartað í mér dó í barnæsku, segir hann eins fráleitt og það nú er og kannski trúir hann því sjálfur. Halda áfram að lesa

Einokun, nei takk!

Eins og ég er nú almennt hlynnt því að fólk hafi frelsi til þess að gera það sem því bara sýnist, þá eru samt til aðstæður þar sem mér finnst ástæða til að slá varnagla. Dæmin sanna að útlendingar hafa oft ekki hugmynd um hvað þeir eru að fara út í þegar þeir þvælast án leiðsagnar upp á jökla og þótt það megi teljast með ólíkindum að hafa alist upp á Íslandi án þess að komast að því að snarvitlaust veður getur skollið á með litlum fyrirvara, þá gerist það enn að Íslendingar týnist uppi á fjöllum. Halda áfram að lesa

Bara ekki rétta aðferðin 2

Allt í lagi að mótmæla en hann ætti að gera það löglega. T.d. að ræða málið vinsamlega við sjávarútvegsráðherra. Svona glæpastarfsemi skilar engum árangri og skaðar málstaðinn. Öflugir andstæðingar kvótakerfisins munu nú unnvörpum taka það upp á arma sína, allt vegna skemmdarfíknar Ásmundar sem eyðir dýrmætum tíma landhelgisgæslunnar til einskis.

mbl.is Ásmundur mótmælir enn

Aldrei aftur Chernobyl

Stefán grillaði lúðu handa mér í kvöld. Drukkum Riesling sem er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Mér þykir vænt um fólk sem eldar ofan í mig.

Kertafleyting á tjörninni. Tíbet á morgun en við minnumst Chernobyl í kvöld. Halda áfram að lesa

Þú verður að skrifa …

Er það ég sem þoli afskiptasemi svona illa eða er annað fólk stöðugt að reyna segja mér hvað ég ætti að skrifa? Hversvegna í ósköpunum er allt þetta fólk sem telur heiminn hafa þörf fyrir fleiri glæpasögur, ástarsögur eða ævinsögur, ekki að hamast við að skrifa slíkar bókmenntir sjálft?

Ég gæti skilið þetta ef ég spyrði einhvern álits, væri með hundrað sögur í hausnum og vissi ekki hverja þeirra ég vildi skrifa eða bæði vini og vandamenn að lesa yfir handrit fyrir mig.

Er það bara ég sem verð fyrir þessu eða er fólk sífellt að reyna að stjórna lífi annarra? Geri ég þetta sjálf, óbeðin og án þess að taka eftir því? Vinsamlegast sparkið í mig ef þið standið mig að því.