Fyrst á réttunni, svo á röngunni
Á meðan Eva hamaðist við að berjast fyrir vonlausan málstað, fór útrásin (sem ku altso ekki vera vonlaus málstaður) á hausinn.
Ég hef liklega valið mjög heppilegan tíma til að loka búðinni. Spurning hvort ég ætti að afpanta vörurnar sem ég er búin að panta fyrir jólin? Hvað sýnist mönnum? Er útlit fyrir sult seyru í desember eða standa vonir til þess að landinn missi sig í neyslubrjálæðinu svo sem hefðir kveða á um?
Vonandi dugar þetta ní til að fella ríkisstjórnina. Tjú, tjú, trallalla.
Annar veruleiki
Ég var þarna, þennan dag. Ég sá þetta með eigin augum. Ég horfði á þegar kviknaði í trénu en venjulega brennur aðeins lággróður og mótmælendur ráða sjálfir við að slökkva þá elda. Ég sá slökkviliðið koma á vettvang og ég horfði á herinn skjóta táragasi að sjúkrabílum og slökkviliðinu. Ég sá hvernig þeir beina skotvopnum að börnum, hvernig þeir skjóta svokölluðum gúmíkúlum að óvopnuðu fólki. Ég sést ekki á bandinu en ég er á svæðinu og það var þennan dag sem hermaður náði mér og unglingsstrákar náðu mér frá þeim aftur. Halda áfram að lesa
Heimsókn til Friðriks
Árum saman hafa útsendarar Landsvirkjunar lagt landeigendur í nágrenni Þjórsár í einelti. Þeir hafa bankað upp á heima hjá þeim, í sumum tilvikum vikulega og herjað á þá að selja jarðir sem eru ekki til sölu. Þeir hafa farið í leyfisleysi inn á landareignir þeirra til að mæla þær út og setja niður hæla, enda þótt engir samningar eða vilyrði fyrir samningum liggi fyrir.
Víst!
-Ég man nú ekki almennilega eftir þessu. Hvenær mun þetta hafa verið?
-Manstu þetta virkilega ekki? Þetta var kvöldið sem þú svafst hjá Friðriki Atla.
Ég fann mig missa kjálkann niður á bringu.
-Er ekki í lagi með þig? Ég hef aldrei sofið hjá Friðriki Atla.
-Víst! Halda áfram að lesa
Arabar berja konur og börn – óþægileg staðreynd
Ég hef ekki verulegar áhyggjur af því að Kínverjar, Íranar, Indverjar muni skaða íslenska menningu. Mér finnst það heimskulegt viðhorf að allir sem eru með handklæði á hausnum, hljóti að vera hryðjuverkamenn. Ég álít það skyldu okkar sem þjóðar að skjóta skjólshúsi yfir einhverja þeirra sem eru ofsóttir vegna skoðana sinna eða njóta ekki öryggis í heimalandi sínu.
Eða vantar okkur kannski fleiri?
Í gær hitti ég fóttamann frá Kúrdistan sem er í þeirri sérkennilegu stöðu að vilja ekkert frekar en að komast burt frá Íslandi. Hann talar litla ensku en ef ég hef skilið hann rétt er saga hans á þessa leið: Halda áfram að lesa
Ég hef ekki verið dugleg að fylgjast með fréttum að heiman undanfarið. Ástæðurnar eru stopulll aðgangur að nettengdri tölvu, langir og erfiðir vinnudagar og takmarkaður áhugi á fjármálafréttum.
Ég er þó farin að velta því fyrir mér hvort ég sé kannski full skeytingarlaus. Fólk er stöðugt að votta mér samúð sína. Strákur frá Kaliforniu spurði mig hvort Norðmenn myndu ekki bara yfirtaka landid ‘aftur’. Margir virðast telja að hungursneyð blasi við Íslendingum. Netmogginn talar um landflótta til Færeyja af öllum stöðum.
Er þetta ekki bara sami hófsemdarkvíðinn og venjulega grípur Íslendinga þegar við sjáum fram á að einhverjir ímyndunarríkisbubbar neyðist til að horfast í augu við að eign er ekki eign ef maður skuldar 150% í henni og þarf því að losa sig við einn jeppa eða svo?
Hvað segja menn? Er þetta í alvöru ‘ástand’ eða eru fjölmiðlar í dramakasti? Væri kannski bara skynsamlegast að biðja Norðmenn að passa bankana okkar?