Míns eigins 2012

Árið 2012 var mér gott og reyndar með bestu árum sem ég þegar hef lifað.

Ég flutti til Glasgow í janúar og hóf sambúð með Eynari. Mér hefur aldrei liðið jafn  vel í ástarsambandi og ég er farin að trúa því að þetaldta verði bara alltaf svona gott. Ég hef aldrei átt jafn átakalaust ár og það kemur mér mjög á óvart að átakalaust líf skuli ekki vera neitt leiðinlegt. Ég hef hreinlega ekki upplifað nein persónuleg óþægindi á árinu. Það hlýtur að teljast fullkomið líf ef áhyggjur manns snúast um ástand heimsmála og að fólk sem manni er annt um sé ekki eins heppið og maður sjálfur. Halda áfram að lesa

Mörg orð

Ég er búin að knúsa strákana mína, fara í heitt bað, pissa í hreint klósett og vera hrein tvo daga í röð. Borða alvörumat með sósu og drekka mjólk, sofa í rúminu mínu og fá almennilegt kappútsínó. Mér finnst það flippað sjálfri en ég væri tilbúin til að fara út aftur í fyrramálið. Ég á svo marg óséð þar og þótt hafi verið fróðlegt að ferðast svona um og skoða marga staði, finnst mér ég líka þurfa tvo mánuði á sama staðnum til að öðlast dýpri skilning á samfélaginu. Halda áfram að lesa

Komin heim

Úff hvað Ísland er kalt. Það var kúltúrsjokk að koma út úr flugstöðinni i nótt.

Ég gisti hjá pabba og Rögnu í nótt og í morgun fór ég í besta dekurbað sem ég hef nokkurntíma fengið. Ragna lét renna í freyðibað fyrir mig, kveikti a kertum fyrir mig og gaf mér serrýstaup. Ég var í Hebron síðustu vikuna mína í Palestínu og það er mjög lítið vatn í boði í húsinu sem vid höfum til umráða þar. Þar áður var ég úti í sveit þar sem ekki er hægt að komast í sturtu, svo ég hafði ekki komist í sturtu í tvær vikur, heldur látið mér nægja kattarþvott. Halda áfram að lesa

Annar veruleiki

Ég var þarna, þennan dag. Ég sá þetta með eigin augum. Ég horfði á þegar kviknaði í trénu en venjulega brennur aðeins lággróður og mótmælendur ráða sjálfir við að slökkva þá elda. Ég sá slökkviliðið koma á vettvang og ég horfði á herinn skjóta táragasi að sjúkrabílum og slökkviliðinu. Ég sá hvernig þeir beina skotvopnum að börnum, hvernig þeir skjóta svokölluðum gúmíkúlum að óvopnuðu fólki. Ég sést ekki á bandinu en ég er á svæðinu og það var þennan dag sem hermaður náði mér og unglingsstrákar náðu mér frá þeim aftur. Halda áfram að lesa