Þakka boðið Stefán

Þessi fundur var um margt góður og upplýsandi. Jólaveinsuppákoman vekur áhugaverðar spurningar en er engan veginn það sem stendur upp úr hjá mér. Mér finnst gott að hafa á hreinu að það sé misskilningur að heimildir lögreglu til handtöku og valdbeitingar hafi verið rýmkaðar, ég gerði mig sjálf seka um að trúa því bara án þess að skoða gömlu lögin sjálf. Stefán Eiríksson kemur vel fyrir og það var snjallt af honum að tala hreinskilnislega um piparúða sem valdbeitingartæki en ekki varnaúða.

Halda áfram að lesa

Enn einn fyrirlestur um hamingjuna

Hamingjan byggist á 4 undirstöðum: veraldlegu öryggi (ekki ofgnótt), góðri heilsu (ekki þar með sagt að maður þurfi að vera afreksmaður í íþróttum eða efni í fyrirsætu), tilfinningalegu öryggi (ekki rómantískri ást) og tækifærum til að sinna reglulega einhverju sem maður hefur áhuga á og gefur manni egóbúst. Halda áfram að lesa

Kæri Grímur

(Tilefni þessarar færslu var komment frá einhverjum Grími um að það að ég teldi lögregluna vera að fylgjast með mér bæri vott um vænisýki.)

Kæri Grímur
Þú ert algert rjómabollurassgat.

Mér hlýnar alltaf dálítið í hjartanu þegar ég fæ svona mikla athygli frá aðdáendum mínum.
Hvað segirðu annars, bara brjálað að gera í vinnunni? Halda áfram að lesa

Dilemma

Horfi á þig, alla leið inn í mjúku, brúnu augun þín. Veit að þú ert að gera mistök. Veit að þú ofmetur færni þína. Veit að þú hefur ekki efni á að læra af reynslunni í þetta sinn.

Ég gæti boðið þér aðstoð mína. En ég veit að það myndi særa stolt þitt.

Þykir mér nógu vænt um þig til að særa þig?

 

Tek upp grímu í dag kl 13

Í dag mun ég í fyrsta sinn bera grímu í mótmælaaðgerð. Ég mun bera slíka grímu hér eftir í aðgerðum, nema andlitið á mér þjóni sérstökum tilgangi.

Á morgun kem ég fram í þætti Sverris Stormskers á útvarpi Sögu og ræði aktivisma og anarkisma. Á fimmtudag kem ég fram á opnum Borgarafundi í Iðnó og tala um borgaralega óhlýðni og ábyrgð mótmælenda. Eftir það mun ég ekki tjá mig um mótmæli aðgerðasinna undir nafni, nema þá með því að vísa í eitthvað sem ég hef þegar sagt. Halda áfram að lesa