Lurða

Ég yrði leiðinlegur sjúklingur. Þarf ekki annað en smá slappleika til kalla fram í mér megna gremju. Mér finnst beinlínis ósanngjarnt að ég verði lasin. Var orðin hress undir kvöld og druslaðist á borgarafund. Halda áfram að lesa

Annir hjá tmd

Ég er farin að finna til með Grími. Manngarmurinn virðist bara alltaf vera í vinnunni. Allavega var einhver hjá tmd (sama ip-tala og sú sem Grímur notaði til að tjá sig á kerfinu mínu) farinn að skoða sápuóperuna mína upp úr kl 9 í gærmorgun og fór inn á hana reglulega allan daginn, alltl til 9:32 um kvöldið. Var svo kominn inn aftur kl 6:01 í morgun. Þessi mikla viðvera vekur spurningar um hvort Grímur sé með svefnpoka á starfsstöðinni. Sama ip tala kemur nefnilega stundum inn af og til alla nóttina líka en Grímur hefur líklega fengið frí frá næturvaktinni í nótt og hangið í tölvunni heima hjá sér í staðinn.

Nema skýringin sé sú að Grímur og kolllegar hans séu á vöktum við að runka sér yfir blogginu mínu, því ? Nei, það getur nú ekki verið. Líklega þarf ég að fá lyf gegn þessari vænisýki.

Af hverju tekur Ingibjörg Sólrún ekki frí?

Fátt ef nokkuð hræðir mig meira en krabbamein. Það er andstyggilegur sjúkdómur og ég held að mér gæti aldrei orðið svo illa við nokkurn mann að ég fyndi ekki til með honum ef hann stæði frammi fyrir þeim ófögnuði.Þótt ég hafi fyrir löngu misst allt álit á Ingibjörgu Sólrúnu sem stjórnmálamanni, hef ég ekkert á móti henni sem manneskju. Hún og fjölskylda hennar eiga samúð mína alla og ég óska henni góðs bata. Það verður þó ekki fram hjá því litið að Ingibjörg Sólrún er í valdastöðu í samfélagi sem er gegnsýrt af spillingu. Það fer ekki hjá því að viðbrögð hennar í alvarlegum veikindum veki nokkrar áleitnar spurningar og fyrst ég sé engan annan varpa þeim fram, er best að ég taki af skarið og segi það sem aðrir láta sér nægja að hugsa. Halda áfram að lesa

Kukl

Leigubílsstjórinn varð dálítið kindarlegur þegar við nornafeðgarnir stigum inn í bílinn, vopnaðar hrafnskló og hauskúpu af rollu og báðum hann að stoppa við kirkjugarðinn. Það viðraði vel til galdrakúnsta í þessari fyrstu tunglfyllingu ársins en sjálf hef ég takmarkaða trú á því að kirkjugarðar séu öðrum stöðum magnaðri, held það hafi frekar verið veðrið og já, kannski tvær laggir af púrtvíni sé ekki eins galin hugmynd og ég hef haldið. Halda áfram að lesa

Klámgeiri(nn) á að sitja við sama borð og annar kapítalismi

klam

Mér finnst þetta fullkomlega sanngjörn krafa, þ.e.a.s. á meðan ríkið er tilbúið til að styrkja bæði umhverfisspillandi og orkufrekan iðnað og alls kyns kapítalískan hégóma. Ég sé ekki eðlismun á því að styrkja framleiðslu á myndum af konum að glenna á sér dýrðina og framleiðslu á t.d. snobbbílum. Best væri ef ríkið styrkti hvorugt en það er allavega sanngjarnt að allir skíthælar njóti jafnrar virðingar.