Þessi ríkisstjórn er gjörsamlega undir hælnum á Framsókn og það er ekkert vinnandi við þær aðstæður. Það skynsamlegasta sem stjórnarflokkarnir gerðu núna, væri að pakka saman og fara heim. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn tækju þá við, með þeim afleiðingum að skríllinn risi upp og hreinlega tæki völdin af þeim.
Kannski er stjórnarkreppa einmitt það sem við þurfum til þess að almenningi misbjóði nógu hrottalega. Kannski stjórnarkreppa yrði til þess að fólk tæki sig saman um að bera Davíð út úr Seðlabankanum og breyta Alþingi í lýðræðisstofnun.
![]() |
Framsókn skekur ríkisstjórnina |
