-Ég veit ekki hvernig ég á að orða það, en það er einhvernveginn eitthvað, kannski látbragðið eða hvernig þú ferð alltaf að stara mjög fast niður í borðið þegar ég horfi á þig, sem segir mér að þér líði óþægilega nálægt mér. Samt er eins og þú viljir alveg að ég faðmi þig.
-Elskan. Vert’ekki með svona blá augu.
-Ég er reyndar brúneygur.
-Já, sannarlega. Ég hef einmitt tekið eftir því.