Karamella

Og þegar maður veit fyrirfram að það mun ekki ganga, þá prófar maður eitthvað annað. Skiptir döðlum út fyrir karamellur.

Karamelluaugu eru mjúk, sæt og loða við mann. Höfða einhvernveginn til munnsins. Eins og kossar byrji í augunum.

Ég held að karlfyrirlitning mín sé að ná hámarki.
Gæti hugsað mér að éta einn núna.

One thought on “Karamella

  1. ——————————————
    Pant ég. Dreptu mig. Ég er reyndar meira súkkulaði en karmella.

    Posted by: Hugmyndasmiður | 1.03.2009 | 20:00:12

    ——————————————

    Jamm þú ert sætur. Ef ég man rétt þá bráðnar þú eins og súkkulaði en klessist við mann eins og karamella. Umfram allt varstu þó alveg ofboðslega giftur síðast þegar ég vissi svo;

    heyr hugmyndasmiður
    hvers skáldið biður
    haf tík þína og takk
    tak sæng þína og gakk.

    Posted by: Eva | 2.03.2009 | 8:03:52

Lokað er á athugasemdir.