Nú ætti strengjabrúðustjórnin að biðjast lausnar

Þessi ríkisstjórn er gjörsamlega undir hælnum á Framsókn og það er ekkert vinnandi við þær aðstæður. Það skynsamlegasta sem stjórnarflokkarnir gerðu núna, væri að pakka saman og fara heim. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn tækju þá við, með þeim afleiðingum að skríllinn risi upp og hreinlega tæki völdin af þeim.

Kannski er stjórnarkreppa einmitt það sem við þurfum til þess að almenningi misbjóði nógu hrottalega. Kannski stjórnarkreppa yrði til þess að fólk tæki sig saman um að bera Davíð út úr Seðlabankanum og breyta Alþingi í lýðræðisstofnun.

mbl.is Framsókn skekur ríkisstjórnina

One thought on “Nú ætti strengjabrúðustjórnin að biðjast lausnar

  1. —————————————————

    Já ég vil fá Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn aftur. Það yrði kanski til þess að þjóðin vaknaði einu sinn enn af sínum svefni sem mér finnst hún vera að svífa inn í aftur.

    Finnur Bárðarson, 23.2.2009 kl. 16:56

    —————————————————

    ÆÆÆÆ

    Auðvitað var það ömurlegt neyðarbragð að mynda þessa stjórn,,,panic í Samfó og ISG. Er ekki æði að hafa staðið í mótmælum aðeins til þess að fá Samfó Baugsdóttir í stjórn, í boði uuuummm „athafnamanna“ ! Nammi namm, og svo í „Bónus“ þá er þetta í þokkabót þannig gert að Framsókn er með trompið á hendi (svona eins og í R-listanum)!

    En never mind, skiptir ekki máli, ekki horfa á þessa hendi, því í hinni hendi töframannsins þar er hann Davíð, Davíð Davíð Davíð…….horfið á Davíð, ekki taka augun af Davíð, Davíð….

    Gerið það sem imbakassinn segir ykkur, horfið á Davíð Davíð. Ekki hafa áhyggjur af „pappírstæturunum“ það er engin að eyðileggja sönnunargögn, það tók ekki 4 mánuði að hefja „rannsókn“ það er engin að draga athyglina frá bankamönnum eða útrásarvíkingum. Hvaða Hannes? Jón? Nei horfið á hina hendina, þar er Davíð, já hann Davíð Davíð…….Sjáið hvað hann er ljótur karl hann Davíð, horfið á hann Davíð………

    Var einhver að tala um strengjabrúður hér?

    magus (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 17:16

    —————————————————

    Æ góði magus láttu ekki eins og þú hafir ekki frétt af því hver helstu baráttumálin eru.

    Haukur, ég sé ekki betur en að Framsóknarflokkurinn stjórni landinu og það er þá hreinlegra að hafa það bara uppi á borðinu. Það er allavega frekar erfitt að hrekja þann frá völdum sem ekki er formlega við stjórn.

    Eva Hauksdóttir, 23.2.2009 kl. 19:17

    —————————————————

    En þetta var nú samt smart „move“ hjá Framsókn að haga stuðningi sínum svona.  Kannski grunaði þá að stefnumál nýju stjórnarinnar ristu ekki dýpra en að reka þennan Davíð.  Amk hefur enn engin skjaldborg verið slegin um heimilin – og nú bíður stjórnin bara í rólegheitunum eftir einhverjum skilaboðum frá ESB – sheesh…. 

    Kolbrún Hilmars, 23.2.2009 kl. 19:29

    —————————————————

    helstu baráttumálin já…týnast.

    Á meðan allir einblína á hægri hönd „töframannsins“ þá gerist eitthvað annað í vinstri hendinni. Á meðan starað hefur verið stíft á Davíð þá hefur í skjóli þess ýmislegt annað gleymst, tafist, týnst og eyðilagst.

    Helstu baráttumálin í fleirtölu voru sett í einn pakka, og merkimiðinn sagði „Davíð“.

    Ég er ekkert að gera lítið úr baráttu þinni Eva. Ég hef stutt mótmælendur hér á blogginu. Ég leyfi mér samt að gagnrýna þig, þótt ég hafi ekkert á móti þér eða málstað þínum (svona í stórum atriðum amk). Ég er að benda þér á það að umræðunni í þjóðfélaginu hefur verið stjórnað fram að þessu að miklu leyti af sömu aðilunum og stjórnuðu fallinu, þ.á.m. mótmælaumræðunni……..og þess vegna eru „breytingarnar“ ekkert voðalega djúpstæðar.

    Davíðsumræðan er og hefur alltaf verið tálbeita til að beina athyglinni frá mikilvægari atriðum og mönnum….GILDRA. Það er vel þekkt fyrirbrigði úr sálfræðinni að nota „frumtilfinningar“ mannsins til að stjórna hegðan hans, svo sem hræðslu og hatur…..HATUR. Þessar tilfinningar gera það nefnilega að verkum að rökhugsunin víkur…Þetta er „trick“.

    Þeir sem beita svona trixum eru stundum kallaðir „brúðumeistarar“, og þeir sem fyrir þeim verða „strengjabrúður“.

    Það geta allir gert mistök……

    magus (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 20:34

    —————————————————

    Það jákvæða í þessu öllu er: að nú ætti fólki endanlega að vera ljóst fyrir hvað framsókn stendur.

    Þessi endurnýjaði hvítþvegni flokkur, með nýju andlitin. Leppflokkur sem selur sjálfsvirðingu sína og yfirlýsta stjórnmálastefnu fyrir völd í faðmi Sjálfstæðisflokksins.

    Það er ekki svo langt í kosningar, að fólk gleymi þessu.

    hilmar jónsson, 23.2.2009 kl. 22:01

    —————————————————

    Sona sona – það eru alveg að koma kosningar – gefum þeim smá breik. Annars má framsókn skammast sín. Sammála því. Svo getum tekið upp búsáhöldin og brýnt þau í haust ef framsókn og sjálfstæðisflokkurinn fara saman í stjórn, þá mun e-ð gerast.

    Arinbjörn Kúld, 23.2.2009 kl. 22:30

    —————————————————

    Þetta gat ekki farið öðruvísi en svona. Þeir sem þurfa að stóla á Framsókn, eru illa staddir. Sjallarnir eru búnir að lofa Sigmundi Davíð ráðherrastól ef hann gengur úr skaftinu með núverandi stjórn. Og eins og framsóknarmanna er siður, þá hugsa þeir bara um eigið rassgat og gefa skít í restina.

    Dexter Morgan, 23.2.2009 kl. 22:48

    —————————————————

    Amen Dexter

    hilmar jónsson, 23.2.2009 kl. 22:51

    —————————————————

    Mikið til í þessu Eva.

    Helgi Jóhann Hauksson, 23.2.2009 kl. 23:59

    —————————————————

    Þeir sem kjósa stjórnmálakreppu núna ofan á efnahagshrunið/kreppuna, eru að mínu mati ekki að hugsa  um hag þjóðarinnar.  Það eru 2 mánuðir í kosningar.   Er ekki rétt að leyfa núverandi ríkisstjórn (sem ég reyndar hefði ekki kosið) að starfa þennan tíma og gera sitt besta í slæmum aðstæðum?

    Það eru fjölmargar fjölskyldur og fyrirtæki, sem mega ALLS EKKI við því að ofan á allt annað bætist við glundroði í stjórn landsins og að enginn geri neitt. Jú ok, mjög slæmt að vera með minnihluta ríkisstjórn og að Framsóknarflokkurinn geti þegar hann kýs stoppað / leyft brýnum tillögum að verða að lögum, en skömmunni skárra en að hafa enga stjórn við völd

    Katrín (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 00:13

    —————————————————

    Ég hefði viljað að núverandi ríkisstjórn fengi að spreyta sig. Ég vil hinsvegar ekki að núverandi ríkisstjórn vinni undir stjórn Framsóknarflokksins. Ég vil frekar algert hrun strax og að skríllinn taki þá við stjórninni en að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hljóti kosningu og dragi okkur hægt og rólega til örbirgðar og ólæsis.

    Eva Hauksdóttir, 24.2.2009 kl. 00:23

    —————————————————

    Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, myndaði meirihluta með sjálfstæðismönnum í viðskiptanefnd í morgun um að fresta því að frumvarpið yrði afgreitt frá nefndinni þar til ný skýrsla frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um samræmt regluverk fyrir evrópska seðlabanka liggur fyrir.

    Þetta eru svik ! og formaðurinn á að taka þetta gerpi á teppið.

    Sævarinn, 24.2.2009 kl. 01:22

    —————————————————

    Ég er þér algjörlega sammála.

    Látum framsókn og íhald sjá um að kollkeyra okkur endanlega.  Ég held að það þurfi til ef það á að vekja fólk.

    ARG.

    Jenný Anna Baldursdóttir, 24.2.2009 kl. 01:59

    —————————————————

    Er stjórnarsamstarfið sem öllu átti að bjarga ekkert skemmtilegt lengur,þá er bara að hlaupa frá því við fyrsta tækifæri og reyna að kenna öðrum um. Þetta er SF.

    Ragnar Gunnlaugsson, 24.2.2009 kl. 09:41

    —————————————————

    Þetta hefur ekkert með stjórnarsamstarfið að gera. Framsóknarflokkurinn er að hindra það að Davíð verði komið út úr Seðlabankanum og það er ekkert hægt að stjórna landinu þegar aftursætisbílstjórinn heldur byssu við hausinn á ríkisstjórninni.

    Eva Hauksdóttir, 24.2.2009 kl. 09:53

    —————————————————

    Framsóknarflokkurinn leggur nú allt undir til að halda Dabba drulluhala í Bleðlabankanum. Svikarinn hann Þröskuldur Þórhallsson varð fyrstur til að ríða á vaðið opinberlega enda segir einhvers staðar: Fíflinu skal att á foraðið.

    corvus corax, 24.2.2009 kl. 11:42

Lokað er á athugasemdir.