Runk

Ég hef lítið fylgst með fréttum undanfarið og þurfti virkilega á þessu fríi að halda. Þegar maður hefur ekki opnað fréttavefi í nokkra daga breytast áherslurnar í því sem maður tekur eftir. Alveg eins og þegar maður kemur heim úr ferðalagi og tekur allt í einu eftir skellu á vegg, móðu milli glesrja eða öðrum hlutum sem maður var orðinn samdauna. Halda áfram að lesa

Þurfum að leiðrétta bullið í Sameinuðu þjóðunum

Sameinuðu Þjóðirnar gefa út tilmæli um að senda hælileitendur ekki til Grikklands. Evrópusambandið leggst líka gegn því sem og ýmis mannréttindasamtök. Þetta er þó greinilega hið mesta bull, enda komast þeir sem hafa hagsmuni af því að losa sig við flóttamenn að þeirri niðurstöðu að ekkert mæli gegn því að senda þá til Grikklands.

Af hverju eru SÞ að ljúga svona? Hvað gengur þessu fólki til?

mbl.is „Engin ástæða til að senda ekki fullorðna til Grikklands“

Já ráðherra

Þetta er sögulegur dagur í mannréttindamálum á Íslandi. Dómsmálaráðherra kom út í glugga. Hún talaði við fólkið. Hún hlustaði. Hún bauð okkur til fundar, ekki eftir 2 mánuði, heldur í fyrramálið. Engin lögga, engin átök, ekkert vesen. Það nefnilega virkar ágætlega á mótmælendur að sýna bara smá virðingu.

Nú vona  ég bara af öllu hjarta að þetta sé merki um viðhorfsbreytingu hjá stjórnvöldum og að tími Björns Bjarnasonar sé raunverulega liðinn.

mbl.is Mótmæltu meðferð á hælisleitendum

Dauðadómur frá Íslandi

Í þessari viku átti að senda 5 hælisleitendur aftur til Grikklands með aðeins tveggja tíma fyrirvara. Rauði Krossinn og Sameinuðu þjóðirnar hafa átalið Grikkland fyrir að brjóta á mannréttindum í búðum hælisleitanda. Ef við leyfum þessu að viðgangast er nær öruggt að þeir verða sendir aftur til heimalanda sinna og beint í opinn dauðann.

* Í lok ársins 2007 þurftu 67 milljónir manna að yfirgefa heimili sín vegna stríðs og náttúruhamfara. Fæstir njóta nokkurrar verndar né hafa fastan stað til að búa á.

* Ísland tekur á móti fæstum hælisleitendum, hlutfallslega, af öllum löndum heims. Frá 1990 til 2007 sóttu 603 einstaklingar um hæli á Íslandi. Einungis einn hlaut hæli. Á sama tíma eru það fátækustu lönd heims sem taka við flestum hælisleitendum.

* Ísland nauðgar Dyflinnarsamkomulaginu með því að senda hælisleitendur aftur til þess Schengenlands sem þeir komu fyrst til. Þaðan verða þeir sendir aftur til sins heimalands.

Að senda fólk til lands þar sem geisar stríð er morð!

Að senda fólk til lands þar sem það er ofsótt fyrir skoðanir sínar er morð!

Berjumst fyrir lífi. Mætum á mótmælin á Lækjartorgi Sunnudaginn 29. mars,
kl. 15:00.

Jájá, skjótið endilega undan ykkur báðar lappirnar

Lögreglan finnur kannabis úti um allt en ekki einn skúrk í fjármálakerfinu. Jafnvel fólk sem hefur megna andúð á hassneyslu er að verða dálítið pirrað á þessum áherslum

Annars vona ég að þeir haldi áfram að uppræta kannabisverksmiðjur. Vísasta leiðin til að ergja fólk nógu mikið til að verði grundvöllur fyrir byltingu er að taka dópið þess frá því.

Nú þarf bara að loka skyndibitastöðum, kippa facebook úr sambandi og skrúfa fyrir afþreyingarefni í sjónvarpinu og þá verður loksins ‘allt vitlaust’. Þegar fólk fær ekki lengur tækifæri til að slökkva á heilanum í sér, þá hættir það að sætta sig við að örfáar manneskjur hafi örlög þess í hendi sér.

Auk þess eykur þessi afskiptasemi andúð þeirra sem nota kannabis á lögreglunni og við skulum bara horfast í augu við að á meðan lögreglan ver kerfið sem kúgar okkur, þá hljótum við að vera í stríði við lögguna eins og allt annað yfirvald. Því fleiri kannabisplöntur sem snatar ríkisvaldsins gera upptækar, því fleiri hatursmenn þeirra verða í ástandi til að standa gegn þeim í stað þess að sitja úti í horni með jónuna sína, glottandi eins og bjánar og vilja bara að allir séu góðir vinir.

mbl.is „Rétt að byrja“