Barnfyrirlitning og fjárhættuspil – hvort er ósiðlegra?

Pottþétt ráð fyrir foreldra sem vilja losna algerlega við að eiga samskipti við börnin sín!
Kaupið aðgang að grilljón sjónvarpsstöðvum, plantið grísunum fyrir framan imbann og sofið fram eftir degi. Hendið svo börnunum í bælið eins snemma og mögulegt er og setjist sjálf fyrir framan sjónvarpið.

Þetta er inntak skilaboðanna í auglýsingu sem var troðið upp á mig á meðan ég var á Íslandi.

Nú skilst mér að Ragna ráðherra ætli að leggja fram frumvarp sem eigi að hindra erlenda aðila í því að troða veðmálaauglýsingum upp á okkur. Þótt mér finnst óhugnanlegt hversu erfitt er að forðast það að verða fyrir áhrifum af auglýsingum, vil ég nú samt ekki banna þær alfarið. Mér finnst reyndar að megi vel setja einhver skilyrði um það hvaða aðferðum er beitt, t.d. ætti maður ekki að þurfa að afþakka auglýsingabæklinga sem er troðið í póstkassann hjá manni.

Ég dreg í efa að þetta frumvarp Rögnu sé samfélagsbætandi. Ég hefði orðið nokkuð kát ef hún, eða einhver annar, hefði tekið fyrir þá ósvinnu að mennta- og heilbrigðisstofnanir þurfi að gera út á peningagræðgi almennings til að geta boðið upp á góða þjónustu en að banna fyrirtækjum sem ekki eru í eigu hins opinbera að höfða til græðgi eða greddu, það finnst mér út í hött, allavega á meðan viðbjóðsfyrirtæki sem þrífast á barnaþrælkun eru látin óáreitt. Ég held að fæst bönn séu best.

Hvað varðar viðbjóði sem gera út á barnfyrirlitningu eins og þá sem skín í gegn í auglýsingunni sem ég vitnaði til í upphafi þessa pistils, þá vil ég ekki einu sinni láta banna þær. Endilega leyfum þessum drullusokkum að afhjúpa sig. Aðeins þannig er hægt að sniðganga þá.

Þótt sé reyndar lítil von til þess að jafn barnfjandsamleg þjóð og Íslendingar, standi í því að sniðganga þá sem hjálpa þeim að vanrækja börnin sín

 

Nató er ekki Bandaríkin

Þegar ég ræði andúð mína á NATO og hernaði almennt við hernaðarsinna, fæ ég undantekningalaust spurningu á borð við; ‘á þá bara að láta alræðisstjórnir vaða uppi? Veistu ekki hvenig talíbanastjórnin hegðaði sér í Afghanistan? Átti kannski ekki að grípa til aðgerða í Rúanda?’ Halda áfram að lesa

Látum öll börn skrifta 9 ára

Ég er að hugsa um að Gvuðlasta á föstudaginn langa.

Ég var boðin í fermingarveislu síðasta sunnudag og hitti þar sæg af skemmtilegu fólki, fékk dásemdar lambalæri, grillað á staðnum ásamt allskyns grænmeti, fylltum sveppum og öðru hnossgæti.

Það sem mér þótti áhugaverðast við þessa veislu var þó 9 ára telpa sem er Kaþólikki (sjálfsagt af einlægum áhuga). Hún sagði mér frá því að hún væri nýlega búin að fá sitt fyrsta sakramenti og til þess að svo mætti verða þurfti hún fyrst að skrifta. Hún hafði átt í mesta basli með að hugsa upp einhverja synd en mundi að lokum að hún hafði einhverju sinni gert sér upp höfuðverk þegar hana langaði meira að vera heima en fara í bíltúr. Bróðir hennar hafði lent í sömu vandræðum. Eina syndin sem hann mundi eftir var sú að hafa óhlýðnast föður sínum í boltaleik. Pabbinn hafði kallað til hans og beðið hann að kasta boltanum til systur sinnar en hann gaf á einhvern annan.

Það er nú gott til þess að vita að syndir þessara barna séu fyrirgefnar og sálir þeirra hreinsaðar af þessum glæpum gegn almættinu. Hverskonar syndaselir hefðu þau annars orðið?

Án trúar er ekkert siðferði.

Skorum á Birgittu

Einu sinni var lítill drengur sem hét Henry Turay. Hann ólst upp í Sierra Leone og það var oft erfitt því borgarastyrjöld geisaði í landinu. Mamma Henrys litla var virk í einni af hinum stríðandi hreyfingum en hún var ekkert sérstaklega vinsæl meðal foringjanna því hún var óttalegur vesenisti og átti það til að hafa aðrar skoðanir en þeir. Halda áfram að lesa