Fyrir langalöngu fékk ég póst á facebook frá konu sem ég þekkti ekki neitt. Skilaboðin voru þessi: ’Veistu að þú ert með nauðgara á vinalistanum þínum?’
Nei, ég hafði nú ekki vitað það og hrollurinn skreið niður eftir bakinu á mér. Hún sagði mér nafn mannsins og frá gömlu dómsmáli þar sem hann var í aðalhlutverki. Ljótt mál og frásögnin trúverðug.