Völd til hvers?

Já, auðvitað snýst póltík um völd. Völd til að framfylgja hugsjónum sínum og gera heiminn betri, kann einhver að segja.

Til að byrja með já, ég held að flestir fari út í flokkastarf af hugsjón. En þetta er ekki alveg svona einfalt. Ef sú væri reyndin myndu stjórnmálaflokkarnir ekki svíkja sína eigin stefnu en það er nú það sem þeir gera svo oft þegar stefnan er í þágu almennings. Oftast geta þeir skýlt sér á bak við fortíðarvanda og yfirgang samstarfsflokkins en þegar þeir svíkja sína eigin stefnu innan síns eigin flokks, er lítið úrval réttlætinga. Í tilviki Guðfríðar Lilju er Samfylkingaróberminu ekki til að dreifa. Þarna er flokkurinn einfaldlega að svíkja sína eigin stefnu, í þeim tilgangi að hindra manneskju sem vill framfylgja stefnu flokkins í því að þvælast fyrir hagsmunum þeirra sem eru í pólitík til einhvers alls annars en að koma á meiri jöfnuði og vinna mannréttindum brautargengi.

Stærsta ástæðan fyrir því að fólk sækist eftir völdum er ekki sú að það vilji stuðla að betri heimi heldur hreinir og klárir hagsmunir. Það þykir eftirsóknarvert að vera í valdastöðu, jafnvel þótt flestir pólitíkusar séu ekkert annað en hundtíkur auðvaldsins, og feitum stöðum fylgir fjárhagslegt öryggi og stundum meira en það.

Starf stjórnmálaflokka snýst um hagsmuni. Hagsmuni nokkurra einstaklinga og vina þeirra. Ekki um almenning, ekki um réttlæti, ekki um hugsjónir, heldur um völd. Peninga og völd.