Ég fann þessa yndislegu stúlku á youtube þegar ég sökk í væga Bellman-dellu í dag. Held að Bellman hafi haft óvenju heilbrigða afstöðu til bæði lífs og dauða. Ég hef aldrei hlustað á textann við 5. söng Fredmans áður og fékk hann á heilann. Mátti til að stela honum og útkoman varð lausleg þýðing. Halda áfram að lesa
Þú sem rekur fjölmiðil
Nokkrar vísbendingar um að þú ættir kannski að hætta að reyna að reka alvarlegan fjölmiðil og sækja frekar um vinnu á Barnalandi.
Það var ekkert lík til að afhenda
Maður kemst bara við af því að heyra um virðingu ráðamanna í Bandaríkjunum fyrir islömskum hefðum.
Reyndar er hefðin sú, allsstaðar í veröldinni, óháð trú og menningu, að útförin er fyrst og fremst hugsuð sem tækifæri fyrir aðstandendur til að kveðja hinn látna. Gaman væri nú að vita hvaða ríki það voru sem voru þrábeðin að taka við líkinu og hversvegna þau neituðu því.
Ég gæti best trúað því að líkinu hafi ekki verið skilað vegna þess einfaldlega að það var ekkert lík. Allavega ekki af Ósama bin Laden. Hann er sennilega dauður fyrir mörgum árum. Bandaríkjastjórn og Nató vildu hinsvegar gjarnan að ‘óvinurinn’ hefði andlit af því að það virkar svo vel á pöpulinn og þessvegna var leikari dubbaður upp í gervi Ósómans og goðsögninni haldið á lífi.
Nú þegar togast á í hjörtum almennings reiðin í garð Ghaddafis og andúðin á morðum sem framin eru undir því yfirskini að lykillinn að friði og frelsi sé sá að drepa hann, er rétti tíminni til að svæfa goðsögnina um Ósóma. Heimurinn hefur eignast nýjan og ferskan óvin og það er hressandi í allri gagnrýninni á tilgangslaus morð að gefa fólki einn dauðan óvin til að gleðjast yfir. Gaddi garmurinn getur svo tekið við hlutverkinu andlit óvinarins. Ég spái því að honum verði haldið á lífi lengi enn.
Fangar fái ekki að misnota aðstöðu sína
Fangi sem notar tímann í fangelsinu til að byggja upp vöðvamassa er með því að misnota aðstöðu sína, segir fangelsismálastjóri.
Og þetta þykir virðingarvert starf
Má bjóða þér verulega kvenfjandsamlegt starf?
Vinnu sem felst í því að þrefa og þrasa allan daginn?
Vinnuumhverfi sem reynir á og þroskar eiginleika eins og metnað, áhættusækni, ákveðni og orðheppni en þar sem eiginleikar á borð við umhyggju, samviskusemi, varkárni og sanngirni eru lítils metnir og jafnvel taldir veikleikamerki? Halda áfram að lesa
Vilhjálmur er samt ennþá bjánakeppur
Það ku víst vera alveg ægilega ólöglegt að kalla mútur mútur og óþokka óþokka. Ég má því ekki kalla Gunnar Birgisson holdtekju valdhroka og spillingar, Heiðar Má dyndilmenni eða óhóflegar styrkveitingar frá hagsmunaaðilum mútur. Það er kolólöglegt að segja svoleiðis og ekki viljum við nú brjóta lögin. Halda áfram að lesa
Facebook getur EKKI selt eða gefið myndirnar þínar
- Myndin er stolin
- Nei elskan. Facebook mun ekki öðlast útgáfurétt á fjölskyldumyndunum þínum ámorgun. Andlitið á þér verður ekki notað í auglýsingu fyrir bandarískt símafyrirtæki án samráðs við þig og facebook mun ekki selja einhverjum myndirnar af krökkunum þínum, sem mun svo selja þær áfram til einhvers sem selur þær barnaklámhring. Halda áfram að lesa
-Þú skilur ekki muninn á fréttamanni og lélegum bloggara.
-Þú skilur ekki siðleysið sem felst í svona vinnubrögðum eða þá að þér er bara sama.
-Þú álítur að þetta sé dæmi um viðunandi íslenskukunnáttu blaðamanns.
-Þú tekur frábæran samfélagsrýni af áberandi stað á netsíðunni og setur þetta í staðinn.
Halda áfram að lesa →