Af hverju eru blaðamenn undanþegnir þeirri ágætu reglu að geta heimilda? Ég fer ekki fram á að þeir stofni heimildamönnum sínum í lífshættu en í flestum tilfellum væri mjög handhægt fyrir netmiðla að tengja beint á þær fréttir og greinar sem umfjöllun þeirra er unnin upp úr. Halda áfram að lesa
Aumingjapólitík
Afsakið en hversvegna er þetta vandamál á sama tíma og maður heyrir endalausan barlóm yfir því hvað bótaþegar eru mikil byrði á samfélaginu? Halda áfram að lesa
Kvenfólk handa Carrey
Vinsæll leikari á leið til landins og búinn að panta mat, vín og sæg af kvenfólki. Þetta þykir auðvitað hin mesta hneysa, ekki sæmandi að líta á konur sem hverja aðra neysluvöru, ætlar maðurinn að gogga upp í sig smásnittur með annarri hendinni og næla sér í kvenmannskropp með hinni eða hvað? Halda áfram að lesa
Um tjáningarfrelsi og dónaskap
Mér sýnist á umræðunni í netheimum að nokkurs misskilnings gæti um það hvað orðið tjáningarfrelsi merkir.
Tjáningarfrelsi merkir semsagt að menn eiga að geta látið skoðanir sínar á samfélagsmálum og öðru sem varðar almenning í ljós opinberlega án þess að þurfa að óttast um öryggi sitt eða annarra. Halda áfram að lesa
Þegar Ómar kjamsaði á kjömmunum
Í umræðunni um hina alræmdu klámvæðingu og hlutgervingu kvenna, ber nokkuð á þeirri hugmynd að það sé nýnæmi að karlmenn líti á konur sem kynferðisleg þarfaþing. Í gær sá ég umræðu á netinu þar sem sú skoðun kom fram að í gamla daga hafi karlremba birst í því að líta á konur sem passivar og hjálparvana verur sem óþarfi væri að spyrja álits en í dag líti karlrembur ekki á konur sem viðkvæmar verur sem þarfnist verndar, heldur sem kynlífsleikföng.
Ég efast um að þarna hafi orðið nokkur stökkbreyting á. Lítum aðeins á þá dægurlagatexta sem fyrri kynslóðir ólust upp við. Ómar Ragnarsson söng um töffarann sem fór á sveitaball og gafst næði „til að gramsa þar og kjamsa þar á kjömmunum, jafnvel á ömmunum“. Halda áfram að lesa
Dömur mínar og nauðgarar
Herrar mínir og hórur… Það þarf víst enginn að undrast þótt þessum bráðskemmtilega brandara hafi verið illa tekið. Halda áfram að lesa
Þegar ummæli endurspegla ekki viðhorf
Ummæli endurspegla ekki alltaf raunveruleg viðhorf.
Ekki þau orð sem mælt eru í háði. Háð endurspeglar oftast þveröfuga skoðun við þá sem bókstaflega er haldið fram.
Það sem sagt er í gríni felur stundum í sér sannleikskjarna en hann er þá settur í óvenjulegt samhengi, ýkur eða snúið út úr honum og tilgangurinn er miklu fremur sá að vekja hlátur og fá fólk til að horfa á hlutina út frá óvenjulegu sjónarhorni en sá að koma skoðun áleiðis.
Það sem sagt er beinlínis í þeim tilgangi að særa eða móðga endurspeglar ekki raunveruleg viðhorf heldur miklu frekar tilfinningar þess sem lætur orðin falla í þeirri trú að hann sé að verja sig.
Það sem sagt er í hugsunarleysi, í hita leiksins, er hinsvegar líklegt til að endurspegla raunveruleg viðhorf. Það er þessvegna sem fólki er ráðlagt að leysa ekki ágreiningsefni á meðan það er í uppnámi.
Spáðu bara í það; hvort finnst þér auðveldara að fyrirgefa þeim sem segir;
-Fyrirgefðu ég ætlaði ekki að særa þig, ég bara missti þetta út úr mér, eða;
-fyrirgefðu, ég sagði þetta af því að ég var sár útí þig og langaði að hefna mín.