Þegar Ómar kjamsaði á kjömmunum

LustÍ umræðunni um hina alræmdu klámvæðingu og hlutgervingu kvenna, ber nokkuð á þeirri hugmynd að það sé nýnæmi að karlmenn líti á konur sem kynferðisleg þarfaþing. Í gær sá ég umræðu á netinu þar sem sú skoðun kom fram að í gamla daga hafi karlremba birst í því að líta á konur sem passivar og hjálparvana verur sem óþarfi væri að spyrja álits en í dag líti karlrembur ekki á konur sem viðkvæmar verur sem þarfnist verndar, heldur sem kynlífsleikföng.

Ég efast um að þarna hafi orðið nokkur stökkbreyting á. Lítum aðeins á þá dægurlagatexta sem fyrri kynslóðir ólust upp við. Ómar Ragnarsson söng um töffarann sem fór á sveitaball og gafst næði „til að gramsa þar og kjamsa þar á kjömmunum, jafnvel á ömmunum“. Halda áfram að lesa

Þegar ummæli endurspegla ekki viðhorf

Ummæli endurspegla ekki alltaf raunveruleg viðhorf.

Ekki þau orð sem mælt eru í háði. Háð endurspeglar oftast þveröfuga skoðun við þá sem bókstaflega er haldið fram.

Það sem sagt er í gríni felur stundum í sér sannleikskjarna en hann er þá settur í óvenjulegt samhengi, ýkur eða snúið út úr honum og tilgangurinn er miklu fremur sá að vekja hlátur og fá fólk til að horfa á hlutina út frá óvenjulegu sjónarhorni en sá að koma skoðun áleiðis.

Það sem sagt er beinlínis í þeim tilgangi að særa eða móðga endurspeglar ekki raunveruleg viðhorf heldur miklu frekar tilfinningar þess sem lætur orðin falla í þeirri trú að hann sé að verja sig.

Það sem sagt er í hugsunarleysi, í hita leiksins, er hinsvegar líklegt til að endurspegla raunveruleg viðhorf. Það er þessvegna sem fólki er ráðlagt að leysa ekki ágreiningsefni á meðan það er í uppnámi.

Spáðu bara í það; hvort finnst þér auðveldara að fyrirgefa þeim sem segir;
-Fyrirgefðu ég ætlaði ekki að særa þig, ég bara missti þetta út úr mér, eða;
-fyrirgefðu, ég sagði þetta af því að ég var sár útí þig og langaði að hefna mín.