Fékk póst á Facebook í morgun. Frá líffræðilegum hálfbróður mínum. Hann frétti fyrst af tilvist minni núna um daginn.
Það var hann Beggi bróðir minn sem sagði honum frá mér. Þeir eru víst gamlir vinir, hafa spilað saman en Beggi hafði ekki hugmynd um að þeir ættu sömu systur. Beggi áttaði sig á þessu þegar móðir okkar sagði honum frá sjúkdómnum. Vildi svo til að faðir vinar hans var nýlátinn úr sama sjúkdómi og nafnið stemmdi og heimabær hins látna. Ísland er lítið.
Eldri systkinin vissu af mér en ekki þeir tveir yngstu. Hann segir að fréttirnar af einni systurinni enn hafi komið sér í uppnám. Sagði að sig langaði að vita hvaða tilfinningar hrærðust í mér vegna þessara mála allra.
Hér er mitt svar.
Halda áfram að lesa →