Undir stéttinni í bakgarðinum mínum býr maurasamfélag. Stundum sé ég kvikindin hreinlega streyma upp úr glufu milli hellnanna, hundruðum saman og marsera upp á þröskuldinn. Ég strái dátlitlu hjartarsalti á þröskuldinn og í kverkarnar, þeir forðast það og halda sig mest úti í garði. Þetta eru skaðlaus grey, jafnvel dálítið krúttleg hvert um sig um en verða ógeðþekk þegar þau koma saman í þúsundatali. Mér er sama um þá í hæfilegri fjarlægð en vil síður hafa þá iðandi á eldhússborðinu mínu.
Útför
Sævar Ciesielski var jarðsettur í dag.
Prestsfáráðurinn á sæti í stjórnlaganefnd og notaði tækifærið til að reka áróður fyrir ágæti sinna eigin verka. Líkræðan var að verulegu leyti dásömun á stjórnarskrártillögunni og getgátur um hvað Sævar hefði orðið hrifinn. Ég held reyndar að Sævar hefði orðinn frekar hrifinn af því ef núgildandi stjórnarskrá hefði bara verið framfylgt. Lítil huggun í því að menn fái betri stjórnarskrá til að brjóta. Halda áfram að lesa
Stjórnarskrártillagan er ónothæf
„Konur og karlar skulu njóta jafnréttis í hvívetna, með þeim takmörkunum sem settar eru með lögum.“
Hvernig ætli landanum litist á þetta ákvæði í stjórnarskrá ríkis sem fylgir Sharía lögunum?
Sifjar
Sit við eldhússborð í Hlíðunum og virði þá fyrir mér. Bræður mína sem ég kynntist aldrei. Fékk ekki að kynnast? Eða ber ég kannski bara fulla ábyrgð á því sjálf að hafa látið stjórnast af tillitssemi við mann sem ég hafði svosem engar skyldur við? Halda áfram að lesa
Glæpur múffukonunnar
Í fyrrasumar stóðu aktivistar fyrir norðan að skemmtilegu framtaki. Bökuðu helling af flottum muffinskökum og seldu í lystigarðinum. Fengu sjálfboðaliða til að vera með lifandi tónlist og gerðu úr þessu fjölskylduskemmtun. Söfnuðu 400.000 kr handa fæðingardeild sjúkrahússins. Nú í sumar ætluðu þessar duglegu konur að halda annan múffudag en þeim var bannað það. Vegna heilbrigðissjónarmiða, sko. Kaka bökuð í heimahúsi er nefnilega svo heilsuspillandi að það má ekki selja hana. Halda áfram að lesa
Af hverju eru konur svona óvinsælir pennar?
Hildur Knútsdóttir skoðar kynjahlutföll í útgáfu og bókmenntaumræðu og út frá hausatalningu er freistandi að álykta að karlveldið hindri konur í að koma sér á framfæri. Halda áfram að lesa
Má ekki svipta Úteyjarmorðingjann mannréttindum?
Svo sem sjá má af umræðum á netmiðlunum, velta margir því nú fyrir sér hverskonar refsing hæfi fjöldamorðingja og hvort Úteyjarmorðinginn eigi yfirhöfuð að njóta mannréttinda. Þessi umræða lýsir fullkomnu skilningsleysi á því hvað mannréttindi eru. Halda áfram að lesa