Ungir foreldrar

Af hverju er svona nauðsynlegt að sporna gegn því að fólk eignist börn ungt? Bendir eitthvað til þess að ungt fólk sé vanhæft til að annast börn eða er neyslumenningin að byggja upp óbeit á öllu sem hefur í för með sér ónæði, þ.m.t. börnum?

Það er talað um unglingafæðingar sem stórkostlegt félagslegt vandamál á Íslandi. Allt síðasta ár var EIN stúlka sem eignaðist barn 15 ára. Fæðingar stúlkna undir 19 ára aldri voru innan við 100. Hvað er svona skelfilegt við að eignast barn ungur og er það eitthvað lögmál að fólk verði nauðsynlega að „hlaupa af sér hornin“? Hefur fólk ekki í gegnum tíðina eignast börn innan við tvítugt?

Ein af þessum órökstuddu vitaskuldum er sú að félagsleg staða fólks verði svo erfið ef það eignast börn ungt. Það átti sennilega við fyrir 40 árum en þótt ekkert hindri ungar mæður í því að fara í langskólanám í dag, er það samt notað sem „röksemd“. Fólk skilur á öllum aldri þannig að hærri aldur er engin röksemd fyrir því að samband sé traust. Er málið ekki bara það að börn eru álitin ýmist dragbítur (eða „pakki“) eða þá prinsar og prinsessur sem eigi helst aldrei að upplifa nein óþægindi, fremur en að vera eðilegur hluti af tilverunni? Þegar mínir drengir voru að alast upp hafði ég stöðugt samviskubit yfir þvi að sjá ekki nógu vel fyrir þeim. Í dag tala þeir um að ýmislegt hefði mátt betur fara en fátæktin er ekki meðal þess sem þeim finnst að hefði átt að vera öðruvísi.

Ég var ekki rassgat fullorðin 19 ára en ég eignaðist samt barn þá og það var bara nákvæmlega ekkert annað en yndislegt.

Við getum ekki bjargað öllum með handafli

Auðvitað er ég sammála Heiðu um að við eigum að bjarga þeim núna.

Vandamálið er bara það að ef vandamálið er innbyggt í kerfið þá verða það aðeins þeir sem bera sig eftir því, þeim sympatískustu og þeir viðfelldnustu sem fá hjálp. Þetta á við á öllum sviðum, hvort sem við hugsum um sjúklinga og aðstandendur þeirra, flóttamenn, fólk í fjárhagsvanda, þolendur heimilsofbeldis eða eineltisbörn. Gott mál ef þessi fjölskylda fær aðstoð frá áhugafólki en við ætlum að byggja velferðarkerfi á söfnunum meðal áhugafólks, þá verða þeir útundan sem funkera illa félagslega eða bera ekki sorgir sínar á torg.

Að sjálfsögðu geta björgunaraðgerðir stuðla að kerfisbreytingum og þegar fólk í neyð býr við kerfi sem bregst þá er ekkert um annað að ræða en að þeir sem hafa samúð með því hjálpi til. Hinsvegar er það ekki nóg, við verðum að breyta kerfinu þannig að fólk geti veikst eða átt veik börn án þess að missa heimili sín. Það er óþolandi að fólk þurfi að reiða sig á ölmusu.

Kvenfrelsið

Hægri og vinstri eru handónýt hugtök í pólitík. Hitt er svo annað mál að eftir hrun hefur atvinnuleysi verið meira meðal karla en kvenna svo þeir sem styðja kynjakvóta ættu að fagna því að bankauppsagnirnar bitni frekar á því kyninu sem sterkar stendur á vinnumarkaði.

http://www.dv.is/blogg/jennyjarblogg/2011/11/29/ad-kenna-sig-vid-kvenfrelsi/

https://datamarket.com/data/set/13/atvinnulausir-eftir-kyni-og-busetu#!display=line&ds=13!1qf=19y4.19ye:1qg

 

Í svefni

Stefán er sofandi. Ég held að Stefán vilji í rauninni slátur. Er þá ekki rökrétt að ég troði slátrinu upp í hann fyrst hann er ekki í ástandi til að bera sig eftir því sjálfur?

 

https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10150388824287963