Þegar frelsararnir fara af stað

Morðsveitir Nató brytja niður pakistanska hermenn með stuðningi og blessun Íslendinga. Menn sem hafa ekkert gert á okkar hlut og sem okkur hefur aldrei staðið nein ógn af. Eigum við að rifja upp kosningaloforð VG?

Ekki mæli ég Talíbum bót. Ekki er ég hrifin af þeim stjórnháttum sem Quaddafi viðhafði og ekki vildi ég lifa undir Bashar Al-Assad. Mér finnst það aumt lýðræði sem viðgengst á Vesturlöndum en þó myndi ég þúsund sinnum taka það fram yfir einræði. Satt að segja botna ég ekkert í því að nokkrum geti þótt fámennisstjórn sniðug hugmynd.

En þetta snýst ekki um mig og minn smekk. Þetta snýst um líf fólks sem hefur allt aðrar hugmyndir um hamingjuna, fólks sem hefur alls ekki beðið um neina hjálp til að koma á lýðræði og því síður um margra ára stríð og hörmungar.

Guðjón Heiðar Valgarðsson hefur tekið saman töluvert magn upplýsinga sem sýna fram á það hvernig rangfærslur og blekkingar eru notaðar til þess að réttlæta aðgerðir Bandaríkjamanna og Nató í Líbíu og Sýrlandi. Það er ekki annað að sjá en að þeir séu afskaplega fáir sem kæra sig um frelsunina. Hér er stutta útgáfan og hér er ýtarlegri umfjöllun. (Hvort er fallegra að skrifa ýtarleg eða ítarleg?) Stríðið í Afganistan hefur heldur ekki fært íbúum lýðræði og megn óánægja ríkir með það stjórnarfar sem nú er við lýði þar. Þúsundir manna falla þar árlega, meirihlutinn almennir borgarar. Margir þeirra amerísku hermanna sem hafa látið lífið í Afganistan voru í ósköp svipaðri aðstöðu og austurlenskar konur sem ferðast til Vesturlanda til að vinna við vændi, þ.e.a.s. bláfátækir, ómenntaðir og sáu herþjónustu sem leið út úr ömurlegum aðstæðum sínum. Þeir eru hinsvegar ekki álitnir fórnarlömb heldur hetjur.

Umburðarlyndi mitt gangvart aðild Íslendinga að Nató fer þverrandi. Þótt nú sitji við völd stjórnmálaflokkur sem lýsir yfir þeirri stefnu að Ísland skilu standa utan hernaðarbandalaga, hillir ekkert undir að sá draumur verði að veruleika og margra áratuga friðsamleg mótmæli hafa engu skilað, þvert á móti verða hendur okkar æ blóðugri. Það væri fjári kaldhæðnislegt ef hernaðarandstæðingar þyrftu að grípa til hernaðaraðgerða til að stöðva þennan ósóma en þar fyrir utan er ólíklegt að þeir hafi yfir að ráða neinum öflugri vopnum en skyri og sleif.

Hversu lengi ætla Íslendingar að taka þátt í þessum slátrunum? Væri ekki í alvöru talað viðeigandi að spyrja fólk álits áður en menn vaða af stað og leggja lönd þess í rúst í þeim tilgangi að bjarga því? Eða er tilgangurinn kannski einhver allt annar?

One thought on “Þegar frelsararnir fara af stað

 1. ——————————————-

  Tilgangurinn er allt annar.

  Posted by: Einar Þór | 30.11.2011 | 0:04:37

  ——————————————-

  NATO er ekki með neinar aðgerðir í Sýrlandi. Engin heimild hefur verið gefin út fyrir slíku, og ég á ekki von á því að heimild verði gefin út fyrir aðgerðum þar.

  Hver er ástæðan veit ég ekki.

  Hvað Talibana varðar. Þá brjást NATO þar gjörsamlega. Enda stjórna Talibanar rúmlega 30% af Afganistan algerlega núna, og eftir að NATO og BNA fer þaðan. Þá mun það hlutfall aukast hægt og rólega fljótlega eftir það.

  Talibanar eru verst af því slæma. Þeir eru jafnvel verri heldur en öfga-ruslið í Saudi Arabíu. Þeir banna allt sem ekki fellur inn í geðsjúka trúarhugmyndir þeirra. Níðast á konum, stúlkum og öllum þeim sem þeim er illa við.

  Síðan stunda þeir dóp framleiðslu og selja til vesturlanda. Það yrði kostur ef að heimurinn losnaði við þetta öfgalið. Það mun því miður ekki gerast á næstunni.

  Posted by: Jón Frímann | 30.11.2011 | 0:26:48

  ——————————————-

  Takk fyrir innleggið Jón Frímann. Ég talaði reyndar bæði um Bandaríkin og Nató en það skiptir ekki öllu máli, það eru Bandaríkjamenn sem stjórna Nató. Bandaríkjamenn eru sannarlega búnir að láta ljós sitt skína í Sýrlandi (sjá t.d.http://www.breitbart.com/article.php?id=D942EFR80)og auk þess hafa þeir útvegað uppreisnarmönnum vopn. Nató er síður en svo áhugalaust um að taka þátt í fjörinu og það má alveg reikna með að dragi til tíðinda á næstu dögum.http://ruv.is/frett/segja-erlend-ofl-a-bak-vid-aras

  Bandaríkjamenn vilja taka Pakistan. Ég bjóst við að þeir myndu nota dvalarstað Bin Laden sem yfirvarp. Það gekk ekki eftir og þegar ég sá „Inside Job“ sannfærðist ég um að Bandaríkin hefðu hreinlega ekki efni á meiri stríðsrekstri en það er ekki að sjá að kreppan komi neitt við drápsiðnaðinn. Spurning hvort þessi árás Nató á Pakistan er bein ögrun eða hvað?

  Posted by: Eva | 30.11.2011 | 6:37:08

  ——————————————-

  „Síðan stunda þeir dóp framleiðslu og selja til vesturlanda.“
  Ekki rétt, Jón Frímann!!
  Þessir morðingjar eyddu nánast valmúarækt í Afghanistan.
  Það eru skjólstæðingar NATO í Afghanistan sem hafa endurvakið þá ræktun og í framhaldi framleiðslu heróíns.
  Henti þessi auðsannaða staðreynd þér ekki,
  hundsið þá þessi ummæli.

  Posted by: Skuggi | 30.11.2011 | 7:50:58

  ——————————————-

  Skuggi. Þetta er ekki rétt. Samkvæmt skýrslu frá árinu 2001 um þetta mál. Þá var ein aðal fjáröflunarleið talibana sala á ólöglegum fíkniefnum. Ásamt framleiðslu þeirra.

  Þessir menn hika ekki við að gera það sem þeir þurfa að gera til þess að halda völdum. Alveg óháð öfga-trúarboðskapnum sem þeir stunda.

  Skýrslan er hérna, http://www.au.af.mil/au/awc/awcgate/crs/rs21041.pdf

  ——————————————-

  Eva: Það sem NATO hefur áhyggjur af er að þessi uppreisn nái til annara landa þarna í kring, og geri vont ástand verra.

  Hvað heimild til aðgerða varðar. Þá hefur NATO hana ekki.

  Bandaríkjamenn gera hinsvegar það sem þeim dettur í hug, eins og alltaf. Þeir gjörsamlega hunsa allar afleiðingar gjörða sinna til lengri tíma í þessum máli eins og svo mörgum öðrum.

  Posted by: Jón Frímann | 30.11.2011 | 20:16:19

  ——————————————-

  Hefur Nató átt í einhverjum erfiðleikum með að fá heimildir fyrir þeim aðgerðum sem Bandaríkjamenn álíta nauðsynlegar? Og af hverju trúir þú á áhyggjur þeirra? Hingað til hefur Nató ekki sýnt fram á verulega tregðu til að standa í stríði.

  Posted by: Eva | 30.11.2011 | 21:09:34

  ——————————————-

  Eva, Í þessu tilfelli yrði NATO að sækja heimildir sínar til S.Þ. Eins og staðan er núna þá eru Rússar og Kínverjar á móti því að NATO beiti sér í (einhverjir hagsmunir sem þeir hafa, líklega olía, þeir afsaka þó með öðru eins og alltaf) Sýrlandi. Til þess að svona tillaga komist áfram hjá S.Þ þarf samþykki allra.

  Í tilfelli Líbíu þá tóku Rússland og Kína einfaldlega ekki þátt í atkvæðagreiðslunni (sátu hjá í raun) þegar kosið var um hana. Það virðist ekki ætla að gerast núna.

  Rússland og Kína stoppuðu í síðasta mánuði samþykkt sem hefði fordæmt ofbeldið í Sýrlandi. Þannig að augljóst má vera að NATO fær aldrei heimild undir þessum aðstæðum að gera eitthvað í Sýrlandi.

  Sjá nánar hérna, http://blogs.cfr.org/zenko/2011/11/28/syria-military-intervention-a-la-carte/

  http://www.salon.com/2011/11/28/germany_un_should_endorse_syria_sanctions/

  Posted by: Jón Frímann | 1.12.2011 | 3:15:37

  ——————————————-

  Að bera saman hermenn við vændiskonur Vesturlanda er nærtækara en ætla mætti.
  Í BNA eru menn ekki lengur kvaddir í herinn en koma oft úr fátækt og vonleysi. Þegar hermennskunni lýkur eru þeir gjarnan gleymdir yfirvöldum, í erfiðleikum með að fóta sig í lífinu og lifa á bónbjörgum.

  Posted by: Valdimar Jónsson | 1.12.2011 | 4:24:18

  ——————————————-

  Hann er reyndar Valgarðsson (enginn skyldleiki við mig, hann er sonur Valla Fræbbls).

  Posted by: Einar Steinn Valgarðsson | 4.12.2011 | 0:00:33

  ——————————————-

  Guðjón Heiðar Valgeirsson hefur tekið saman töluvert magn upplýsinga sem sýna fram á það hvernig rangfærslur og blekkingar eru notaðar til þess að réttlæta aðgerðir Bandaríkjamanna og Nató í Líbíu og Sýrlandi. Það er ekki annað að sjá en að þeir séu afskaplega fáir sem kæra sig um frelsunina.

  Það eru Katarar og Saudi-Arabar, vinir þínir sem standa á bak við þetta. Sennilega er olían að klárast í Katar(sennilega búið 2023).

  Ekki er Sýrland auðugt land af oliu, hver er þá ávinningurinn af þessu? Er hugsanlegt að þeir vilji leggja olíuleiðslu í gegnum landið til Miðjarðarhafs. Eru þeir hræddir við að Súesskurðurinn lokist?

  Stríðsfíklarnir frá Libýu þurfa að komast í annað stríð. Fráhvarfseinkennið farið að segja til sín.

  Posted by: Rétthugsun | 4.12.2011 | 1:48:06

  ——————————————-

  BBC var með tvo þætti um daginn. „Secret Pakistan“ sem sýnir undirlægjuhátt Pakistana og hvernig Pakistanar hafa blekkt Bandaríkjamenn árum saman til þess að fjármagna stríðsreksturinn í Afghanistan.

  Það er hagur Pakistana að stríðið haldi þarna áfram, enda vilja þeir ekki að erkióvinur þeirra, Indverjar myndi einhver tengsl við ráðandi öfl í Kabúl.

  Posted by: Rétthugsun | 4.12.2011 | 2:04:07

  ——————————————-

  Ef það verður ráðist inn í Sýrland, þá verður það gert frá Tyrklandi.

  Rússarnir eru þegar búnir að færa herskipin sín fyrir utan Sýrland og dóla þar til þess að koma í veg fyrir að NATO gerir árás.

  Bandarísku hermennirnir sem eiga að yfirgefa Írak í þessum mánuði verða fluttir til Tyrklands. Sem tæknilegir ráðgjafar?

  Posted by: Rétthugsun | 4.12.2011 | 2:08:57

Lokað er á athugasemdir.